Er skynsemin að taka yfir.

Mjög ánægjulegt er að stjórn og stjórnarandstaða eru loks að ná saman í Icesavemálinu. Samkvæmt þessari frétt er þegar komið á borðið það samningsmarkmið að reyna að fá vexti af láninu lækkaða.  Nú er undir viðsemjendum okkar komið hvort af samningaviðræðum verður eða ekki.

Þá er afar nauðsynlegt að Íslendingar standi saman þó að sú staða kæmi upp að Bretar og Hollendingar vilji ekki semja við okkur umfram það sem þeir hafa þegar gert.

Í þeirri stöðu er ekkert annað að gera fyrir Íslendinga en að staðfesta lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Annar kostur er einfaldlega ekki í boði.  Nú í vikunni höfum við fengið smjörþefinn af því sem mun gerast ef við samþykkjum ekki lögin.  AGS mun þá stöðva þá uppbyggingaráætlun atvinnulífsins sem nú er unnið eftir.  Þá er alveg ljóst að íslenska ríkið og íslensk fyrirtæki munu hvergi fá fyrirgreiðslu í erlendum bönkum. Það mun valda því að stærstu og mikilvægustu fyrirtæki landsins munu ekki geta haldið áfram eðlilegri starfsemi.  Það mun leiða til mun meira atvinnuleysis en nú er með þeim hörmungum sem því fylgir fyrir heimilin í landinu. Meira að segja Norðmenn náfrændur okkar og vinir munu ekki standa með okkur vegna þess að þeir telja að við höfum ekki staðið við okkar skuldbindingar.

Auðvitað verðum við að hlusta á vini okkar meðal þjóðanna. Við getum ekki lengur þrjóskast við og öskrað nei nei nei eins og ofdekruð smábörn sem engin nennir að hlusta á til lengdar. 


mbl.is Myndu stefna á lægri vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Þórdís. Færslan þín er bæði greinileg og skynsamleg. Það er nokkuð sem er að verða munaðarvara hér á blogginu. Er sammála þér og vænti þess að við vitum viðbrögð Breta og Hollendinga sem fyrst, svo hægt sé að sjá hina raunverulegu valkosti.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.1.2010 kl. 00:16

2 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Þú vilt semsagt fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Vextir af Icesave verða á bilinu 180 - 500 milljarðar og það í beinhörðum gjaldeyri. Þó að Icesave tefjist um einhverja mánuði þá er það bara lítill hluti af þeim kostnaði.

Ef við stöndum fast á okkar þá munum við ekki þurfa að borga nema brot af Icesave. Um það eru flestir sem hafa kynnt sér málið sammála. En þá er ég t.d. að tala um fólk sem kom að setingu eða endurskoðun Evróputilskipunarinnar sem beitt er á okkur.

Ólafur Jóhannsson, 17.1.2010 kl. 11:20

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sæll Ólafur

Nei ég vil ekki fórna meiri hagsmunum fyrir minni em þeir sem ætla að segja nei eru einmitt að fórna miklum hagsmunum okkar Íslendinga. Hve oft þarf að segja þér og skoðunarbræðrum þínum að við öfum ekkert, ekkert í höndunum um að við getum náð betri samningief við segjum nei.

Þvert á móti liggur fyrir að allar lánalínur til landsins munu lokast ef við segjum nei. Ags mun ekki veita okkur fleiri lán. Norðurlöndin munu setja sínar lánalínur á hold. Hvað gerist þá hjá litla Íslandi. Atvinnulífið mun smám saman stöðvast. Stóru fyritækin sem þurfa stöðugt að endurfjármagna sín erlendu lán munu ekki geta það lengur  

Allir skynsamir menn eiga að sjá,, alveg nákvæmlega sama í hvaða flokkskrifli þeir tilheyra að það er óðs manns æði að hafna lögunum  í þjóðaratkvæðagreiðslunni. 

eyra að það er óðs manns æði að hafna lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.1.2010 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband