Útvarp Saga ekki alvitlaus.

Er orðin aðdáandi Útvarps Sögu þ.e.a.s. þegar einhver með viti talar þar. 

Jón Baldvin var til að mynda frábær þar milli klukkan 17 og 18 í dag.  Hann sagði að útrásarvíkingarnir væru ,,nýríkt pakk" og að Icesave væri DO og GH að kenna og að senda ætti reikninginn til Valhallar. Svo var hann með endalaus rök fyrir því að ganga ætti alla leið ínn í ESB.

Sá sem ekki tekur mark á rökum hans hlýtur að vera galinn.


mbl.is Kostnaður 50 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl; Þórdís Bára !

Værir þú; sjálfri þér samkvæm, viðurkenndir þú samsekt Jóns Baldvins Hanni balssonar, í óhæfu verkum Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, auk viðvika lýðs þeirra, með upptöku EES samnings nefnunnar, m.a., á sínum tíma.

Það dugir; lítt hræsnurum, eins og JBH, að hneykslast á því liði, sem hann átti þátt í, að sleppa lausu, á sinni tíð.

Með; fremur nöprum kveðjum, að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 19:37

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þú hlýtur að vita að DO og hans kónar, með sofandahætti sínum báru ábyrgð á því að ekki var komið í veg fyrir Icesaveklúðrið. DO var það í sjálfsvald sett hefði hann bara ekki sofið í brúnni. Það var einmitt skýrt út á mannamáli í þættinum í dag með vísan í það afhverju Ísland er eina landið á Norðurlöndum sem lenda í þessum ósköpum sem kosta okkur svona mikið.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.12.2010 kl. 19:47

3 identicon

Sæl; á ný, Þórdís Bára !

Andsvar þitt; er fremur klént. Þessir þrír; : DO / HÁ og JBH, ættu allir, að sitja í dýflissu, fyrir óhæfuverk sín - væri Ísland; siðmenntað ríki, sem við bæði vitum, að er ekki, því miður.

Þorri; íslenzkra stjórnmálamanna, hafa smánað samlanda sína, með óviður kvæmilegum hætti, svo; skýrt fram komi. 

Með; áþekkum kveðjum, sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 20:06

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Mér sem fannst mér takast sérstaklega vel upp í andsvari mínu. DO mætti alla vega dúsa í dyflissu mér að meinalausu jafnmikinn ófögnuð og hörmung sem hann hefur valdið þjóðinni. Allir kjósendur hans eru samsekir. JBH hefur unnið þjóðinni meira gagn en ógagn og þar er EES samningurinn og víðsýni hans, hans helsta afrek.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.12.2010 kl. 20:25

5 identicon

Sæl; sem fyrr, Þórdís Bára !

Enn um stund; hefir hræsnin yfirhöndina, í þínum ranni, ágæta kona.

Það er ljóður mikill; á þínu ráði - að láta litarröft flokka skriflanna ráða afstöðu þinni, með þessarri;, enn klénu afsökun, sem síðast frá þér kom.

ALLIR; allir, hinna seku, eiga að lúta sömu örlögum - ekki; einn og einn.

Með; nákvæmlega sömu kveðjum, sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 20:33

6 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Tekur þú ekki svolítið djúpt í árina?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.12.2010 kl. 20:35

7 identicon

Sæl; enn á ný !

Nei; Þórdís Bára, sé litið til þess algjöra tjóns, sem orðið hefir - og okkar börn; sem barnabörn, og þeirra afkomendur, eiga eftir að upplifa, um ókomna tíð, fyrir sakir rustamennanna.

Með kveðjum samt; þó hóflegri séu, að nokkru /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband