Krónan eða evran

Var einmitt að hugsa hvað það væri skrýtið að margir hverjir þeirra sem eiga minnst og hafa lægstu launin vilja ríghalda í krónuna eins og um lífsakkerið sé að ræða. Efnaða fólkið, fyrirtækjaeigendur eða þeir almennt sem eiga eitthvað undir sér vilja evruna. Það fólk lætur ekki heyra mikið í sér en dafnar eins og púkinn á fjósbitanum við að fá innkomuna sína greidda í evrum alsælirmeð sitt. Þar má nefna sem dæmi ferðamannaiðnaðinn og útfluttningsgeirann. Við hin þurfum að kaupa gjaldeyrir dýrum dómum og með harmkvælum. Sýna farseðil og allt. Alveg furðulegt.

mbl.is Halda vöxtum óbreyttum í 0,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Þórdís Bára; sem oftar - og fyrri !

Gildir einu; hvort Króna - Indónesísk Rúpía, eða skrifræðis Nazista myntin Evra, séu til notkunar hérlendis.

Brýnast er, að losna við nauð- og ofurgróðahyggju ''efnaða fólksins'' hér á landi, og koma á stjórnarháttum, sem kynnu að leiða til raunverulegs jöfnuðar - og LOSNA undan klafa alþingis og alls þess óþverra, sem því fylgir, og hefir fylgt, frá 1845, síðuhafi góður.

Raunar virðist; sem innan við Þrjúhundraða Þúsunda manna samfélaginu verði ekki viðbjargandi úr þessu, með einhvers konar innlendri stjórn - og því væri hyggilegast, að fela Kanadamönnum og Rússum, að taka hér yfir, og vinna úr málum öllum, hið háskalega Evrópusamband Þjóðverja og leppríkja þeirra, má ALDREI ná þeirri fótfestu hér, sem þeir stefna að, ekki hvað sízt, í ljósi þeirra auðæfa, sem Ísland og mið þess, búa yfir, því Evrópska ríkjasambandið er óseðjandi með öllu, í hvers lags náttúru auðlindir, búnir með sínar, flestir hverjir, en halda grimmt áfram veiðum, víða við Afríku strendur, til dæmis að taka.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.8.2013 kl. 17:03

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þórdís Bára. Þetta er óskiljanlegt reiknisdæmi fyrir ríkisfjölmiðla-svikið fólk á Íslandi.

Ég er eins og þú að því leyti, að ég skil ekki hvernig það fær brautargengi í siðuðu og þróuðu samfélagi, að hafa eftirlitslausan EES/ESB-reglugerðar-aukagjaldmiðil, meðan aðrir fá ekki eftirlitslausar undanþágur.

Heiðarlega starfandi skattaþrælar eru rændir og settir í rimlalaust skuldafangelsi bankaræningjanna, fyrir heiðarleikann og dugnaðinn!

Stóra vandamálið hlýtur að vera spillingin í stjórnsýslu og eftirlitskerfinu, en ekki nafnið á blekkingar-gjaldmiðlunum um allan heim?

Það gleymist stundum í umræðunni, að það er gífurleg reglugerðarstyrkja-stýringar-stjórnsýsluspilling í EES/ESB-höfuðstöðvunum. Ísland þarf allt annað frekar, heldur en enn meiri innflutta stjórnsýslu-spillingu.

Við tvær leysum að sjálfsögðu ekki stóru málin. En skoðanaskipti og almennar rökræður um raunveruleikann gera án efa mikið gagn í réttláta átt. Það er víst ekki önnur leið í boði.

Margt smátt gerir eitt stórt.

Sameinuð stöndum við, og sundruð föllum við. Það er margsönnuð staðreynd.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.8.2013 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband