Að mæta eða mæta ekki.

Verð að viðurkenna að ég hef ekki horft á Silfur Egils lengi.  Mér finnst hann ekki skemmtilegur lengur. Viðurkenni líka að ég veit ekki alveg afhverju talsmenn feminista neituðu að mæta hjá Agli. Veit hins vegar að það að þær mættu ekki vakti mikla athygli sem er gott. Treysti feministum sjálfum til að vita hvar þær eiga og vilja mæta.

Vil hér með nota tækifærið og þakka feministum sem stundum eru kallaðar ,,yfirstéttafeministar" af óvinum sínum (það er með vægari ónefnum sem þær þurfa að þola), fyrir óeigingjarnt og gott starf í mannréttindamálum. 

Sigrar þeirra smáir og stórir koma ekki bara ,,yfirstéttakonum" til góða heldur munu sigrarnir ná niður allan skalann þ.e. til láglaunakvenna, karla og þá um leið allra barna. 

Kvenréttindi, mannréttindi.  Á meðan feministar eru kallaðar illum nöfnum vitum við að fólk er að hlusta.  Um það snýst málið.  Dropinn holar steininn. Áfram feministar. 

 Ps. kemur til greina að hætta að nota orðið feministar?  Það hleypur svo illu blóði í marga.


mbl.is Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Gættu að því Þórdís, að málflutningur yfirstéttarfémínístana höfðar engann veginn til kvenna í verkalýðsstétt. Yfirstéttarpólitík er og verður alltaf yfirstéttarpólitík hvernig sem á það er litið.

Jóhannes Ragnarsson, 27.11.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Takk Þórdís

Jóhannes - hvað er það sem konur í verkalýðsstétt eru svona á móti varðandi baráttu femínista? Er það krafa femínista um að konur fái sömu laun fyrir sömu störf? Eða krafan um að hækka laun lægst launuðu stéttanna? Kannski Kvennafrídagurinn 24. október 2005? Eða er það baráttan gegn kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi? Baráttan gegn klámi, vændi og mansali? Væri nú ágætt að fá að vita hvaða málefni það eru sérstaklega sem konur í verkalýðsstétt eru svona mikið á móti - svona fyrst þú tekur að þér að vera þeirra málsvari.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.11.2007 kl. 23:15

3 identicon

Ég hef verið að reyna að fá svar við eftirfarandi spurningum en ekki fengið neitt enn sem komið er. En kannski einhver sem lítur hingað inn hafi útskýringarnar sem ég bið um á hreinu. Verið er að loka atvinnustarfsemi í borginni, nánar tiltekið nektarstað. Rökin fyrir því að borgaryfirvöld banna tiltekna atvinnustarfsemi heyrði ég hjá borgarfulltrúanum Oddnýju Sturludóttur í gær í Silfri Egils: ólíðandi að líkami kvenna sé hlutgerður.

Fyrst það að verið sé að "hlutgera líkama" eru rökin fyrir því að yfirvöld banna atvinnustarfsemi, þá er ég ekki í nokkrum vafa um að borgaryfirvöld hafa í sínum ranni nákvæma skilgreiningu á því hvað átt sé við með "hlutgerfingu líkama".

En vissulega hefur borgaryfirvöldum láðst að gera þjóðinni grein fyrir því hver skilgreiningin sé á þessu mikilvæga atriði sem ræður því hvort fólki sé frjálst að starfa að sínu eða ekki.

Ég óska hér með eindregið eftir þeirri skilgreiningu: hvað, nákvæmlega, felst í því að líkami sé hlutgerður? Og þar með: hvers vegna telst súludans vera hlutgerfing líkama, fremur en segjum iðja ballettdansara eða hvers kyns annarra dansara, eða íþróttamanna eða geimfara.

Á meðan ég hef ekki mjög nákvæma, alþjóðlega viðurkennda skilgreiningu á því hvað í því felist að líkami sé hlutgerður hef ég óneitanlega nokkrar áhyggjur af því að líkami minn kunni að hlutgerast er ég sef.

Verður líkami minn hlutgerður er ég dey? Ætti ég því frekar að láta brenna mig en jarðsetja?

Það er mikilvægt að borgaryfirvöld útskýri af hverju, og að hvaða leyti, það sé slæmt að líkami sé hlutgerður.

Ennfremur þyrftu borgaryfirvöld að skýra - nákvæmlega - fyrir þjóðinni af hverju konu sem lætur þá slæmsku yfir sig ganga að vera hlutgerð skuli bannað það með lögum, en fólki almennt, jafnvel konum, leyft að ráða því sjálft hvort það láti hitt og þetta slæmt yfir sig ganga. Til að mynda Oddný í Silfri Egils: með heimskulegri og hræsnisfullri forræðishyggju sinni sem hún viðraði í Silfri Egils í gær (eflaust í grennd við einhverja súlu) gerði hún sér slæmt, því hún var jú með orðum sínum að rýra virðingu sína í augum fólks.

Kona eða maður sem dansa upp við súlu rýra hins vegar ekki virðingu sína í mínum augum. En það hinsvegar snerti beinlínis blygðunarkennd mína sem Íslendings að horfa uppá landa minn viðra svo viðurstyggilega forsjárhyggju.

Getur verið að sé allt í lagi að rýra virðingu sína með því sem maður segir en ekki með líkamstjáningu? Gæti það verið vegna þess að sumu fólki finnist hið líkamlega svo miklu mikilvægara en hitt sem tengist vitund okkar?

-----------------------------------------------------------------------------------

Ég er að hlusta á Billy Holiday og held ég eigi að vera mjög hneykslaður: þetta er nefnilega ný útgáfa, og textarnir eiga meira og minna uppruna sinn í því þjóðfélagsástandi er konur létu menn fara með sig eins og karlmönnum sýndist, en þær voru alltaf þægar og góðar og fyirgáfu allt.

Óskandi væri ef Guðfríður Lilja eða einhver annar sjálfskipaður sérfræðingur í réttu og röngu myndi vekja máls á þessu fyrir mig á Alþingi, að það gangi ekki að hér á landi sé verið að selja diska með Billy Holiday. Því, eins og ég segi, ég er næstum algerlega viss um að ég eigi að vera mjög hneykslaður á því að diskar með Billy Holiday, fullir af vægast sagt karllægum sjónarmiðum, séu seldir, og vil fá staðfestingu á því frá þeim sem eru sjálfskipaðir sérfræðingar í réttu og röngu.

En ef femínístar og aðrir sjálfskipaðir sérfræðingar í réttu og röngu telja rétt að banna Billy Holiday og negrastrákana, af hverju þá ekki líka Biblíuna? Jafnvel í endurbættri gerð eru sum sjónarmiðin þar all rosaleg, ekki satt?

Og svo er eitt: ef tíðarandinn eftir hundrað ár metur skrif femínista vorra daga og, já, almennt skrif okkar ágætu sjálfskipuðu sérfræðinga í réttu og röngu sem argasta fasisma, verður þá líka rétt eftir hundrað ár að banna útgáfu á ritum þessa fólks?

Hvernig gæti ég orðið svona sjálfskipaður sérfræðingur í réttu og röngu eins og femínístar og þar með öðlast rétt til að ákveða hvað annað fólk má starfa við og ótal margt fleira í þeim dúr? Er einfaldasta leiðin til þess að læra kynjafræði? Eða er nóg að sýna áhuga á að starfa í jafnréttisiðnaðinum, þótt maður semsagt hafi ekki próf í kynjafræði?

Má maður starfa í jafnréttisiðnaðinum þótt maður hafi allt annan skilning á jafnrétti en femínistar og fólk sem starfar í jafnréttisiðnaðinum?

Nú skilst mér nefnilega á Sóleyju að Sigríður Andersen eigi ekkert með að vera að tjá sig um jafnréttismál. Ræður Sóley hverjir eigi að tjá sig um jafnréttismál? Ef svo er, af hverju? Af hverju ekki alveg eins ég? Er það af því ég hef ekki sömu skoðanir og Sóley?  

Hjartans þakkir fyrir nákvæm svör frá einhverjum sjálfskipuðum sérfræðingi í réttu og röngu,

guðmundur bergsson (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband