Óbreytt stjórnarsamstarf fram að kosningum.

Slæm tíðindi berast af heilsu forsætisráðherrans. Undirrituð verður seint sökuð um að styðja Sjálfstæðisflokkinn. Þrátt fyrir það finnst mér Geir Haarde í samvinnu með Ingibjörgu Sólrúnu hafa unnið mjög gott starf við að koma þjóðinni út úr því öngþveiti sem bankarnir komu okkur í.

Sá æsingur sem núna er uppi innan Samfylkingarinnar og víðar er stórhættulegur þjóðinni.  Nú er alls ekki tími fyrir valdabrölt.  Má þar nefna varaformann Samfylkingarinnar sem greinilega er í einhverju eiginhagsmunaflippi og er sennilega búinn með framkomu sinni gagnvart formanni flokksins búinn að eyðileggja sína pólítísku framtíð.  Þá vona ég að heilagir vættir forði okkur frá því að Steingrímur J. og Ögmundur komist til valda hvorki fyrir né eftir kosningar.  Þeir virðast alls ekki skilja í hverju þjóðin hefur lent.

Vonandi berum við gæfu til þess að Geir og Ingibjörg fái áfram að leiða þjóðina í gegnum þrengingarnar a.m.k. fram að kosningum. 

Líklegast verður Bjarni Benediktsson næsti formaður Sjálfstæðisflokksins og vonandi bera hann og forysta Samfylkingarinnar gæfu til að halda stjórnarsamstarfinu áfram eftir kosningar, sækja um aðild að ESB og í framhaldi af því að taka upp Evru.  Öll önnur framtíðarsýn í þessum málum er bull og það vita allir hugsandi menn.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband