Er hægt að starfa með VG

Dapurlegt var að hlýða á fulltrúa VG í eldhúsdagsumræðunum í sjónvarpinu í gærkvöldi.  Þar telfdi Steingrímur fram þeim þingmönnum VG sem hatrammastir eru á móti ESB.  Þetta vekur upp spurningu um hvort VG eru yfirleitt samstarfshæfir. 

Málatilbúnaður VG er með slíkum ólíkindum að þeir eru við það að sprengja sig út úr Íslenskri pólítík.  Hvers vegna í ósköpunum má ekki sækja um aðild að ESB og kanna hvað þeir hafa að bjóða og kjósa svo um það í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Ekkert er eðlilegra og ekkert er sjálfsagðara það hljóta allir réttsýnir menn að sjá. 

Samfylkingin þarf greinilega að fara að hugsa sinn gang það eru takmök fyrir því hvað lengi er hægt að púkka upp á þetta steinaldarfólk. 


mbl.is „Þjóðin viti hvað er í boði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ákveður Steingrímur hverjir tjá sig í þinginu?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.5.2009 kl. 19:58

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hann Steingrímur hlýtur að hafa hönd á bagga hverjir tala fyrir VG. Ég held að Steingrímur sé vel meinandi og ábyrgðarfullur stjórnmálamaður. Hann hefur valið að hafa sannfæringu sem mun ekki koma þessari þjóð að neinu gagni hvað varðar ESB. Það verður líklega til að skjóta sig í fótinn í stjórnarsamstarfinu við SF. Ef sjálfstæðisflokkurinn væri ekki svona gersamlega búinn að vera hefði hann verið rétti samstarfsflokkur VG.

Gísli Ingvarsson, 19.5.2009 kl. 20:13

3 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Þetta er ótrúleg lítilsvirðing við skoðanir annarra (jafnvel skoðanir hálfrar þjóðarinnar).  Meirihluti þjóðarinnar kaus einmitt þessa ríkisstjórn og vill að hún komi okkur út úr efnahagsþrotinu.  Og það gerði þjóðin þótt hún vissi að flokkarnir tveir eru ósammála í ESB málinu.  Hvað er að því að um það mál séu skiptar skoðanir í ríkisstjórn rétt eins og í þjóðfélaginu öllu?  Ef afstaða VG gagnvart ESB gerir flokkinn ósamstarfshæfan þá á það sama við um aðra flokka og sem sagt hálfa þjóðina.  Væri ekki nær að menn hlustuðu betur hver á annan og virtu ólíkar skoðanir?  Stjórnarflokkarnir hafa orðið ásáttir um að koma ESB málinu í tiltekið ferli og það er virðingarvert.  Þetta með ósamstarfshæfa flokka er klisja sem á ekki heima í lýðræðissamfélagi, þar eiga allir flokkar rétt á sér og menn verða að læra að virða skoðanir annarra og taka tillit til þeirra.

Árni Þór Sigurðsson, 19.5.2009 kl. 20:28

4 Smámynd: Páll Blöndal

Árni
Það er eitt að hafa skoðanir og mismundandi viðhorf til mála.
Það er ekkert eðlilegra í stjórnarsamstarfi tveggja flokka.
en ef fólk á að líta á stjórnina sem EITT lið sem spilar á sama markið
þá verða menn að hætta að hrópa á torgum. Þetta eyðileggur samstarfsandann
og er ekki vel fallið til árangurs. Það þarf engan vísindamann til að skilja það, en
þetta virðist algerlega hulið Vinstri grænum.

Hvað mundi liðsmaður í fórbolta endast lengi verandi endalaust að rífast á vellinum við þjálfara sinn og aðra í liðnu????




 

Páll Blöndal, 19.5.2009 kl. 20:49

5 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Og á þetta bara við um VG?  Er VG eini flokkurinn sem á að bera ábyrgð í þessu efni en aðrir verið stikkfrí?

Árni Þór Sigurðsson, 19.5.2009 kl. 20:52

6 Smámynd: Páll Blöndal

Ég hef alla tíð verið vinstri maður
Studdi Alþýðubandalagið á sínum tíma en Samfylkinguna nú.
Í gegnum tíðina hefur mér fundist þetta sérstaklega áberandi hjá OKKUR
vinstri mönnum yfirleitt. þannig að ég er alls ekkert í neinni andstöðu við VG.
En ég sem stuðningsmaður þessarar ríkistjórnar finnst við eigum að
tala hærra um þau mál sem við erum sammála um en spara okkur
þar sem okkur greinir á.

Páll Blöndal, 19.5.2009 kl. 21:08

7 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Árni. Tek eftir að þú forðast að tala um efnisatriði þessa máls.  Hvers vegna í ósköpunum má ekki sækja um aðild að ESB og kanna hvað við fáum út úr því og bera það síðan undir þjóðaratkvæðagreiðslu? Sérstaklega þegar vitað er að 60 -70% af þjóðinni vill hafa þennan háttinn á. Þora VG ekki að hlusta á þjóðina. Í umræðunum í gærkvöldi kom berlega í ljós að þingmenn VG geta einmitt ekki þolað skoðanir annarr. Guðfríður Lilja beinlínis réðst að Jóhönnu og ætlaði að skipa henni fyrir hvernig hún ætti að tala.  Það liggur í augum uppi að þessi þingmaður a.m.k. virðir ekki skoðanir annarra og er auðvitað að brjóta samkomulagið milli flokkana.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.5.2009 kl. 21:11

8 identicon

VG eru náttúrlega með erfðagalla sem stafar af sótsvörtu afturhaldsömu flokksbroti úr Alþýðubandalaginu sáluga og erkiframsóknarliði. Þetta lið hefur gríðarlega hátt og miklu meira en styrkur þess segir til um.

Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds sem fara fyrir afturhaldinu í VG eiga mikla málefnasamstöðu um efnahagsmál með Hannesi Hólmsteini og ýmsum öðrum skoðanabræðrum sínum í Sjálfstæðisflokki og Framsókn.

Draumur þeirra er að koma saman forsjárhyggjustjórn á þeim grundvelli til að geta stjórnað með gengisfellingum, hávöxtum og verðbólgu. Þannig geta þeir haft vit fyrir alþýðu manna.

Það er margt af ágætu, lýðræðissinnuðu og vel meinandi fólki í VG. Vonandi kemur það vitinu fyrir afturhaldsöflin í flokknum.

Sverrir (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband