Eru VG stjórntækir.

Nú er að renna upp ögurstund hjá VG og þá mun koma í ljós úr hverju þeir eru gerðir.  Er VG samansafn nöldrara og almennra mótmælenda eða er þetta alvöru stjórnmálaflokkur.

Nú er komið að því að Steingrímur Sigfússon leggi Icesave samninginn fyrir Alþingi til að fá samþykkta ríkisábyrgð vegna hans.  Þegar er komið fram að nokkrir þingmenn VG hafa efasemdir vegna þessa máls og hafa jafnvel gefið í skyn að þeir muni greiða atvkæði gegn samningnum. Þetta háttalag er prófsteinn um það hvort hægt er að vinna með VG í ríkisstjórn.

Það er auðvitað allt í góðu lagi að þingmenn í stjórnmálaflokki hafi mismunandi skoðanir og deili innbyrðis í flokkum en þegar meirihluti þingmanna hefur komist að ákveðinni niðurstöðu þá verða auðvitað allir þingmenn að fylgja þeirri niðurstöðu.  Ef þeir gera það ekki þá er sá flokkur ekki stjórntækur.

Landsstjórnin getur ekki byggst á því hvernig Ögmundur, Guðfríður, Lilja, Atli eða einhverjir aðrir þingmenn fara fram úr á morgnanna. Ef Steingrími tekst ekki að ná þessum aga í flokknum er þetta fyrsta og síðasta ríkisstjórn sem VG taka þátt í. Ef hinsvegar agaleysið verður ofan á og einstakir þingmenn VG fara að greiða atkvæði út og suður í andstöðu við flokksforystuna er ekkert um annað ræða en að Samfylkingingin slíti stjórnarsamstarfinu og taki að upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.


mbl.is Strandi Icesave, strandar allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með samviskuna?

Doddi D (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 13:03

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ykkur skal vera velkomið að snúa aftur undir pilsfaldinn hjá íhaldsins þar sem ykkur krötunum hefur alltaf liðið best. Sem betur fer eru enn til vinstrimenn í þessu landi sem eru tilbúnir að berjast fyrir því að fjölskyldur, innviðir og velferðakerfi þessa lands verði ekki fórnað á altari fjármagnseigenda.

Héðinn Björnsson, 29.6.2009 kl. 02:37

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Guði sé lof er enn fólki innan VG, sem tekur það hátíðlega sem það sjálft lofar í kosningabaráttunni. Samninganefndin í Icesave hreinlega átti ekki í roð í bretana og hollendingana, sem augljóslega hafa metið þessa samninga nógu mikilvæga til að senda þrautþjálfað fólk til samningaerðina. Það vill til að samningagerð er kennt sem fag. Til eru fyrirtæki sem gera ekkert annað en að sinna samningagerð. Hvar sem fólk stendur um skyldur okkar og lög, þá hljóta allir að vera sammála um að þessir samningar voru okkur nægjanlega mikilvægir til að setja allt undir í gæðum samninganefndarinnar...allir nema ríkisstjórnin amk.
Hér er dæmi um fyriræki sem að sérhæfir sig í samningagerð og þjálfum samningafólks http://www.negotiate.co.uk/index.htm

Haraldur Baldursson, 5.7.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband