Bjarni Ben þarf ekki að segja af sér.

Loksins hefur Alþingi samþykkt ríkisábyrgð vegna IceSave samningana. Auðvitað eru auknar skuldbindingar ekki fagnaðarefni út af fyrir sig en hins vegar hljóta allir sanngjarnir menn að viðurkenna að þetta var nauðsynlegt skref í því uppbyggingarstarfi sem framundan er til að rétta við efnahag þjóðarinnar. Um þetta eru forystumenn atvinnurekenda og launþega sammála.

Móðursýkin og æsingurinn í kringum þetta mál hefur verið með ólíkindum og er mál að linni. 

Sjálfstæðisflokkurinn kom fram af heilindum í málinu og stóð að fyrirvörum með stjórnarflokkunum.  Þegar á hólminn kom var hann samt ekki tilbúinn að samþykja frumvarpið í heild þó hann hefði samþykkt allar breytingartillögur sem gerðar voru af meirihluta í Fjárlaganefnd.

Dáldið skrýtin framkoma en á sér sennilega einhverjar pólítískar skýringar eins og að róa Sjálfstæðismenn sem geta ekki hugsað sér að vera sammála Samfylkingunni um eitt eða neitt.

Það vekur hins vegar nokkra furðu þegar að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins  heldur því fram að hafni Bretar og Hollendingar fyrirvörunum þá þurfi ríkisstjórnin að segja af sér.

Þessu er ég algjörlega ósammála. Hafni Bretar og Hollendingar fyrirvörunum þarf einfaldlega að semja uup á nýtt og engin þarf að segja af sér hvorki ríkisstjórnin né Bjarni Benediktsson.


mbl.is Víki verði fyrirvörum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Jón

En hvað með að taka ekki afstöðu í málinu? Lýsir það heilindum?

Og er það ásættanlegt að formaður eins af okkar stærstu flokkum hafi ekki manndóm í sér að skila atkvæði með eða á móti þessu stærsta máli Alþingis í áraraðir?

Einar Jón, 29.8.2009 kl. 16:19

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Bjarni Benediktsson hefur tungur tvær og talar sitt með hvorri. Hann er hræddur við flokkseigendaklíkuna í Valhöll. Sama og gerðist í fyrra þegar hann skrifaði langhunda um nauðsyn á inngöngu í ESB en var svo endurforritaður á landsfundi. Þessi drengur er ekki erfðaprins Sjálfstæðismanna, leiðtogi þarf að geta hugsað sjálfstætt og hrífa aðra með sér.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.8.2009 kl. 17:07

3 Smámynd: Karl Löve

Það verður ætíð að hafa í huga þegar talað er við eða um fylgjendur Siðspillta(Sjálfstæðis)flokksins að þetta er ekki stjórnmálaflokkur heldur ofstækistrúarhópur sem er og verður hættulegur íslenskri þjóð.

Því miður virðist meira en 25% þjóðarinnar vera haldinn kvalalosta og siðblindu og fylgir þessu afskræmi í gegnum þykkt og þunnt. Ég tel ástæðuna vera of mikla skyldleikaræktun í gegnum aldirnar.

Ef allt væri eðlilegt þá ætti þetta afstyrmi að hafa um og innan við 10% fylgi því hann er eingöngu frontur fyrir eiginhagsmunnagæslu fárra óþverra. Sama má heimfæra upp á krabbameinið Framsókn.

Karl Löve, 30.8.2009 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband