Óábyrg stjórnarandstaða.

Maður getur ekki orða bundist yfir því hvernig stjórnarandstaðan hagar sér við afgreiðslu Icesave málsins.  Sennilega hafa aldrei verið jafnóhæfir forystumenn í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum eins og nú um stundir. 

Sjúklegt valdabrölt ræður öllum þeirra orðum og gerðum. 

Í þessu erfiða máli sem Sjálfstæðisflokkurinn kom yfir þjóðina sl. haust var ekki aftur snúið í grundvallaratriðum.  Með þrotlausri vinnu hefur þessari ríkisstjórn tekist að snúa af verstu agnúana þannig að nú efast engin sannngjarn maður lengur um að við getum auðveldlega lokið þessu máli.  Um þetta eru allir sammála í þóðfélaginu bæði atvinnurekendur og launþegar auk þess sem þetta skapar forsendur til lækkunar vaxta og afnám gjaldeyrishaftanna. 

Málið er orðið algjörlega augljóst en þrátt fyrir það reyna þessir, ég á ekki orð yfir þá, að skapa úlfúð og tortryggni meðal þjóðarinnar með endalausu bulli og bulli og bulli sjálfum sér til skammar.  sú stund mun koma fyrr en síðar að þjóðin sér í gegnum þessa labbakúta.
mbl.is Óviðunandi niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Óábyrgir, er vægt til orða tekið..

hilmar jónsson, 19.10.2009 kl. 20:46

2 Smámynd: TómasHa

Það hefur væntanlega líka verið óabyrg þegar stjórnarandstaðan ásamt ákveðnum þingmönnum VG þvingaði upphaflega í gegn einhverja skynsamlega skilmála?

TómasHa, 19.10.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband