Spor í rétta átt.

Vil taka undir með Össuri. Í dag var tekið heillaspor fyrir framtíðarþróun þjóðfélagsins. Við höfum um árabil tengst ESB í gegnum ESS samninginn og allt hefur það verið til heilla fyrir þjóðina og engan þekki ég sem telur að það hafi verið röng ákvörðun.  Sama verður sagt um ESB þegar fram líða stundir.  Auðvitað eigum við samleið með Evrópuþjóðunum og engum öðrum enda hafa þau verið vinaþjóðir okkar um aldir. 

Við  göngum að sjálfsögðu ekki að hverju sem er en nauðsynlegt er að fara í aðildarviðræður til að kanna hvar við stöndum.  Við hvað eru menn eiginlega hræddir?  Spunameistarar afturhaldins á Íslandi eru að reyna að gera ESB að einhverju ógurlegu skrímsli sem muni innlima okkur og gleypa í heilu lagi. Ekki er til meira bull en þetta. Hverjar eru svo þessar ógurlegu þjóðir?  Þar eru m.a. frændur okkar og vinir Danir Svíar og Finnar.  Ætla þeir að fara að innlima okkur? endemis bull er þettal.

Komin er tími til að þjóðin hrissti af sér þessar öfgafullu skoðanir afturhaldsins og gangi til samningaviðræðna við vini okkar og bandamenn. Með okkar hagsmuni að leiðarljósi.

 


mbl.is „Heilladagur fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Höfundur: Garðar Valur (http://gardar.blog.is/)
>
> Athugasemd:
>
>
> Hmm.... athyglisvert Þórdís ef þú heldur að Ísland fái "sérmeðferð" hjá
> ESB, en jæja, bíðum þá og sjáum....
>

Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.6.2010 kl. 23:28

2 identicon

Sæl Þórdís

Mér þykir þú lifa í blekkingu stjórnmálamanna sem lofa þér öllu fögru og segja að grasið sé grænna hinum meginn við lækinn.

Ég veit það, því það hafa verið gefnar út tvær skýrslur um þessi mál, að Ísland þarf að taka upp 160 þúsund blaðsíður af lögum og reglum við inngöngu. Við missum ákvörðunarvald á auðlindum s.s. fisk, hugsanlegri olíu, vatni og jarðvarma.

Löggjafarvald fer úr landi þar sem ákvæði ESB laga verða rétthærri en íslensk lög og íslenska stjórnarskráin.

En við fáum þó að halda öllum yfirráðum á fisk og auðlindum í hafi innan við 12 mílur.

Kannski telur þú þetta bara hræðsluáróður og vilt samt fara í að sjá "hvað við fáum". Það er þín skoðunn og verðu að lifa með það en kynntu þér ESB og ég lofa þér að þér snýst fljótt hugur um ágæti þess.

Landið (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 00:13

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Evrópa er að liðast í sundur og evran að falla, hvað höfum við að gera þarna inn með fiskinn okkar ásamt því að missa landbúnaðinn?

Sigurður Haraldsson, 18.6.2010 kl. 02:05

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Össur er landráðamaður og það sannast best á þessum svikum. Þórdís, þú verður að kynna þér ESB og taka afstöðu svo. Núna veist ekkert hvað þú ert að tala um.

Óskar Arnórsson, 18.6.2010 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband