Ósanngjarnar ásakanir.

Ásakanir á hendur Samfylkingunni vegna sölu á HS-Orku eru heimskulega ósanngjarnar. 

Málið er einfallt.  Ef að lögin gera ekki greinarmun á því hvort félag sem er staðsett í Evrópu er móðurfélag eða dótturfélag er ekkert við þetta að athuga.

Hvergi hefur komið fram að Iðnaðarráðuneytið hafi brotið lög í þessu sambandi. Um hvað er þá verið að deila? Um fjallagrasahagfræði eða hvað? 

Stóri misskilningurinn í þessum orkumálum virðist liggja í því að menn gera ekki greinarmun á í fyrsta lagi, auðlindinni sjálfri, í öðru lagi framleiðslu og sölu, og í þriðja lagi dreifingunni.

Þetta eru þrír aðskildir þættir. Í lögunum er gert ráð fyrir að fyrsti þátturinn auðlindin sjálf og þriðji þátturinn dreifingin sé í höndum ríkisins.

Hins vegar er beinlínis gert ráð fyrir því að framleiðsla og sala sé í höndum samkeppnisaðila og eigi alls ekki að vera i höndum ríkisins. 

Ég fæ því ekki betur séð en umrædd sala á HS-Orku sé nákvæmlega í samræmi við orkulögin sem sett voru í valdatíð Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Iðnaðarráðuneyti leiðbeindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Með lögum skal land vort byggja, en með ólögum eyða. Enginn á að vera hafin yfir lög. Svo einfalt er það nú.

Jón Baldur Lorange, 10.7.2010 kl. 21:51

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Yndislegt innlegg! Var það ekki góður Alþýðuflokksmaður sem varpaði fram frasanum "Löglegt en siðlaust"? Ég býst við að hann hafi ekki verið með því að leggja blessun sína yfir það verklag að dansa jafnvægisdans á línunni sem skilur að hið löglega og hið ólöglega!

Flosi Kristjánsson, 10.7.2010 kl. 21:54

3 identicon

Ef menn sjá ekki hættuna, þá er þeim ekki viðbjargandi. Samfylkingin vill taka áhættuna. Hleypa erlendum fyrirtækjum inn í grunnþjónustuna, þrátt fyrir að slíkt hefur reynst öðrum þjóðum dýrkeypt.

Ef fólk vill ekki læra af reynslu annarra, þá er erfitt við að eiga. Ástæðan fyrir því að menn vilja að fyrirtæki sem stunda orkuvinnslu, sé að minnsta kosti í EES, er að þannig er hægt að sækja fyrirtæki til ábyrgðar. En skúffufyrirtæki er í ætt við Tortóla og til þess er stofnað, að ekki sé í alvöru, heldur í plati.

 Lærðum við ekkert af hruninu?

marat (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 22:30

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sæll Flosi

 Vilmundur Gylfason hafði þessi ummæli um það sem var löglegt en braut gegn siðferðisvitnd fólks. Skil ekki samhengið hjá þér. Eru Kanadamenn eitthvað ósiðlegri en Rúmenar eða Belgar svo dæmi sé tekið?i

Þórdís Bára Hannesdóttir, 10.7.2010 kl. 22:50

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

S

Marat.

Þú virðist misskilja þetta. Grunnþjónustan Auðlindin sjálf  og Orkudreifingin er í eigu ríkisins og mun alltaf vera. Við erum að tala um samkeppnisreksturinn. Hann á ekki að vera í höndum ríkisins. Að líkja Kanada  við tortola er auðvitað gersamlega út í hött.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 10.7.2010 kl. 22:55

6 identicon

120 ára nýtingarréttur á auðlind, er sama og eignarréttur. Arðurinn verður fluttur úr landi. Ross Beatty hefur átt í miklum viðskiptum við Kína og seldi þeim silfurnámur í fyrra. Líklegt er að hann sé þegar búinn að selja kínverjum Magma skúffuna.

Samfylkingin er eins og lítil börn sem trúa eigin hæpi og sjá engar hættur. Við erum bara 300 þúsund. Við eigum nógu erfitt með að eiga við kvótalýðinn. Hvað þá ef Alcoa getur farið að deila og drottna og Magma við hliðina á þeim. Þá ráðum við engum lengur.

Samkeppni í slíkri stöðu er bara  brandari. Er Samfylkingin að stefna að því að verða nýi Sjálfstæðisflokkurinn. Heimskur og spilltur.

PS. Alls staðar þar sem orkan (þ.e. dreifingin) hefur verið einkavætt hefur allt hækkað margfalt. Þetta liggur fyrir og auðvelt að kynna sér. 

marat (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 23:11

7 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ekki stendur til að einkavæða dreifingu á orku. Mikilvægt er að hafa það í huga. Sú starfsemi er alfarið á vegum ríkisins eða í höndum íslenskra  fyrirtækja sem ríkið hefur veitt sérleyfi til að dreifa orku.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 10.7.2010 kl. 23:54

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þórdís það á ekki að vera samkeppni innanlands með þessa Auðlind okkar það segi ég. Hún er okkar eign og við eigum að njóta góðs af henni. Sú orka sem að afgangs verður á Landbúnaðurinn að njóta góðs af sem og garðyrkjubændur og allt til Sjávarútvegsins okkar á kosta kjörum vegna þess að þetta eru allt aðilar sem að eru bæði að skapa atvinnu og gætu skilað góðum tekjum til Þjóðarbúsins ef allt rúllaði rétt... sú orka sem verðurl afgangs eftir það má láta bjóða í. Til dæmis frá Álverinu í straumsvík og þessum erlendu fyrirtækjum sem vilja hana og eru að fá hana á niðurgreiddu verði sem Landsmönnum býðst ekki...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.7.2010 kl. 00:45

9 Smámynd: Hafþór Baldvinsson

"Málið er einfallt.  Ef að lögin gera ekki greinarmun á því hvort félag sem er staðsett í Evrópu er móðurfélag eða dótturfélag er ekkert við þetta að athuga."

Þetta er skringilegur hugsunarháttur Þórdís. Þegar bankarnir voru einkavæddir þá var þáverandi ríkisstjórn gagnrýnd m.a. af Samfylkingu um að verið væri að nota leppfyrirtæki. Nú telst það vera í besta lagi og stutt af fólki eins og þér sem sér ekki nema það sem það vill sjá.

Magma ÁTTI EKKI dótturfyrirtæki í Svíþjóð þegar það gerði tilboð í HS Orku. Skilningur þinn á lögum virðist takmarkast við vilja þinn til að einkavæða frekar en siðvæða.

Magma í Svíþjóð var ekki til en er nú til sem leppfyrirtæki fyrir Magma í Kanada.

En nú virðast öll vötn Samfylkingar renna til einkavæðingar og skal öllu tjaldað til. Jafnvel lögbrotum.

Hafþór Baldvinsson, 11.7.2010 kl. 03:10

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Þórdís

Ég er persónulega ekki hlynnt því að þessi samningur við Magma Energy standi, en það kemur ekki í veg fyrir það að ég taki undir þína sálgreiningu á þáttum málsins.

Svo blandast inn í þetta forneskjuleg ákvæði Stjórnarskrár okkur um hið svokallaða RÁÐHERRAVALD. Þar hefur hver ráðherra ákveðinn málaflokk til UMRÁÐA og getur, að því er virðist gengið út reglugerðir og tekið ákvarðanir, án þess að bera þær unir ríkisstjórnina í heild.

Sem sagt, ríkisstjórnin er ekki hið fjölskipaða stjórnvald sem við teljum að hún sé, heldir er hún hópur fólks með ákveðið einræði í jafnmörgum málaflokkum og ráðherrarnir eru í hverri ríkisstjórn hverju sinni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.7.2010 kl. 05:41

11 identicon

Þessi þrískipting, (auðlindin, vinnslan og sala hennar, dreifing og sala til neytenda) skiptir litlu máli í þessu samhengi. Ríkiseign á orkudreifingu mun verða óheimil skv. EES reglum (http://www.euractiv.com/en/energy/liberalising-eu-energy-sector/article-145320) Afhending leyfa til orkuvinnslu til erlendra aðila mun verða okkur dýrkeypt.

Manni líður rétt einsog 2007, þegar allir sem hugsuðu skýrt sáu vitleysuna sem viðgekkst, en Samfylkingin taldi þetta vera frábært. Bankarnir voru svo frábærir.Það var svo frábær hugmynd að flytja út peninga. Að fjárfesta erlendis. Ekkert hættulegt að skuldsetja sig.

Nú eru það  erlendar fjárfestingar innanlands, sem eru alveg brilljant. Helst að afhenda útlendingum nýtingarrétt á allri íslenskri orku. Því meira því betra. Best væri að selja Landsvirkjun. Helst til útlendinga. Engar hættur. Helst á kúlulánum, fjármögnuðum innanlands. Bara frábært.

Einsog Sverrir Hermannsson var vanur að segja: "Þetta er verra en glæpur. Þetta er heimska."

marat (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 08:35

12 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Hafþór

Mér sýnast öll vötn liggja til Dýrafjarðar sem er sú skoðun sem þú hefur ásamt fjölda annarra að stefna þjóðinni í einangrun. Ekki tala við þessa stórhættulegu útlendinga. Þetta Magma dæmi er margrætt en fulltrúar þessa fyrirtækis eru búnir að vera hér á landi svo mánuðum skiptir og ekkert ólöglegt eða siðlaust við það.

Við verðum að hætta að setja alla þætti orkumála undir einn hatt. Sumt er áhætturekstur en annað ekki. Ríkið, við skattborgarar eigum ekki að standa í áhætturekstri og eigum að fagna því að erlendir aðilar eru tilbúnir að koma með fjármagn inn í landið og táka þátt í áhætturekstri.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 11.7.2010 kl. 10:06

13 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þórdís: "Ríkið, við skattborgarar eigum ekki að standa í áhætturekstri og eigum að fagna því að erlendir aðilar eru tilbúnir að koma með fjármagn inn í landið og táka þátt í áhætturekstri."

Síðan hvenær er hitaveita áhætturekstur? Hvernig er hægt að skilgreina kaup sem fjármögnuð eru með íslenskum lánum "fjármagn inn í landið"? Hvað kemur í veg fyrir að Magma hækki taxta eins og þeim sýnist og flytji allan hagnað úr landi?

Segjum að heita vatnið sé húsið okkar. Einhver borgar okkur 100.000 fyrir lyklana. Við fáum pening og þurfum ekki að hafa lyklana í vasanum, týnum þeim ekki. Í staðinn borgum við 100 kall í hvert skipti sem við viljum komast inn. Þetta er ennþá okkar hús, svo allt er í fínu lagi. Samningurinn er til 120 ára, svo það má segja að þetta sé varanlegt. Nokkrum mánuðum eftir að skrifað er undir samninginn hækkar taxtinn í 200 kall. Það er svo dýrt að hafa einhvern í vinnu við að biða eftir að við komum heim. Ári seinna hækkar taxtinn í 1000 kall. Hækkar svo meira eftir því sem lyklavaldinu sýnist. En þetta er allt í lagi því húsið er enn okkar. Þegar við hættum að geta borgað, er eflaust einhver annar sem vill borga fyrir að komast inn. Lyklavaldið verður jú að standa undir kostnaði og ef við erum ekki að nýta þjónustuna verða þeir að gera eitthvað annað.

Að segja að auðlindin verði áfram okkar er útúrsnúningur. Við skrifum undir samning sem gildir í einhverja áratugi eftir að við erum öll dauð. Magma hefur rétt til að nýta orkuna eins og þeim sýnist. Er eitthvað sem stoppar það að orkan verði nýtt í eitthvað annað en hitun heimila ef einhver framtíðarverksmiðja býður betur en heimilin?

Villi Asgeirsson, 11.7.2010 kl. 11:12

14 identicon

Þetta minnir óþægilega á uppstillinguna fyrir bankahrunið. Svindl, lögbrot og sýndarmennska.

Hver vill einangrun? Ég get alveg hugsað mér að ganga í ESB, ef sérstaða okkar er virt. Þetta magma mál hefur ekkert með það að gera. Frakkar hafa ákveðið að láta orkuvinnsluna ekki í hendur einkaaðila, heldur halda meirihlutaeign í samfélagslegri eigu.

Magma Energy er ekki að koma með neina fjármuni til Íslands. Þeir fjármagna sig innanlands á kúlulánum. Hvers konar bull er það að verið sé að koma með fjármuni inn í landið.

Allt er þetta eftir uppskriftinni sem notuð var við einkavæðingu bankanna. 

marat (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 11:24

15 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Villi

Aftur kemur þessi misskilningur með orkuöflun og dreifingu.Auðvitað er engin áhætta við að dreifa heitu vatni í hús( HS veitur) en orkuöflunin(HS orka) er áhættudæmi sem ekki á að vera í höndum skattborgara. Hvað heldur þú að buið sé að búið að gera margar borholur með miklum tilkostnaði án árangurs?

Auðvitað myndi það aldrei ganga að þetta fyrirtæki hækkaði sína taxta einhliða. Hvað myndi Hitaveita Reykjavíkur gera í þeirri stöðu. Það er samkeppnoi á þesum markaði.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 11.7.2010 kl. 13:44

16 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Gott að heyra að það sé einhver hér á blogginu sem er tilbúin í aðildarviðræður við ESB.

Það voru ekki útlendingar sem komu okkur í öll vandræðin og allt ruglið sem ekki sér fyrir endann á. Nei, það vorum við sjálfir íslendingar sem berum þar alla ábyrgð.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 11.7.2010 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband