Ánægjuleg tíðindi.

Stýrivextir  lækkuðu um 1% í morgun eða meira en gert hafið verið ráð fyrir. Þettu eru mjög ánægjuleg tíðindi sem allir hljóta að fagna. Nú er að koma í ljós árangur af þrotlausri baráttu við að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl eftir hrunið mikla.

Margvísleg merki um bættan hag eru að koma fram. Verðbólgan hefur aldrei verið minni, gengi krónunnar að styrkjast og kaupmátturinn aðeins að þokast upp á við.

Loksins er einörð barátta ríkisstjórnarflokkana að bera árangur.  Vonandi verða fleiri skref tekin fljótlega. Vextir lækkaðir enn meir og gjaldeyrishöftin smám saman afnumin.  

Þá er mjög mikilvægt að ljúka Icesave málinu en eins og kunnugt er hefjast viðræður við Breta og Hollendinga um næstu mánaðarmót.

Að þessu loknu geta hafist aðildarviðræður við ESB sem vonandi enda með hagstæðum samningi fyrir okkur Íslendinga.  Þá getum við loksins farið að líta fram á veginn björtum augum og tími stöðnunar vonandi liðinn.

 


mbl.is Vextir lækka um 1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband