Góður Icesave samningur í höfn.

Öll þjóðin hlýtur að fagna þeim glæsilega árangri sem samninganefndin um Icesave náði með hinum nýja samningi. Eða hvað? Hvað er eiginlega að koma fyrir þjóðina?

Á þessum merku timamótum virðist aðalatriðið hjá fjölmörgum vera það að hengja Steingrím og aðra sem koma að málum af því þeir náðu ekki jafn góðum samningi þá og nú. 

Hvílík endemis vitleysa. Auðvitað skiptir þetta engu máli og er í hæsta máta ósanngjarnt að dæma menn eftir árangri sem náðist við allt aðrar og verri forsendur.

Þá virðast þingmenn í stórum stíl svíkjast undan merkjum og neita að útkljá þetta mál á Alþingi eins og þeir voru kjörnir til. Heldur vilja þeir í aumingjaskap sínum að málinu verði vísað til þjóðarinnar.  Má í þessu sambandi nefna formann Framsóknarflokksins sem gaf það út áður en hann hafði séð samninginn að hann ætlaði að vísa málinu til þjóðarinnar.

Vil benda þessum ágæta manni á að það er þingræði á Íslandi.  Fólkið kýs þingmenn til að vinna að sínum málum en ef að þingið ætlar að vísa öllu frá sér má leggja það niður strax.

Þessi furðulegu viðbrögð við þessum góða árangri sýna það eitt að menn eru tilbúnir að fórna öllu fyrir völdin.

Ef afleiðingarnar af þessu valdabrölti yrðu þær að Icesave samningnum yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu og málið færi fyrir dómstóla er tekin gríðarleg áhætta og stórar líkur á að þjóðin verði fyrir óbætanlegu tjóni.


mbl.is Icesave á endastöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Sigurðsson

Þetta er nú alveg dæmalaust rugl hjá þér. Þið eruð alltaf samir við ykkur kommarnir. Steingrímur á að fara á sakamannabekk fyrir að reyna að troða upp í kokið á okkur gjafagjörningi til Breta og Hollendinga. Við krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Ómar Sigurðsson, 20.12.2010 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband