ESB sýnir styrk sinn.

Góðar fréttir bárust frá Evrópu í dag þegar greint var frá því að Seðlabanki Evrópu hefði keypt ríkisskuldabréf af Spánverjum og Ítölum í stórum stíl og með því snúið við óheillaþróun á verðbréfamörkuðum.

Þetta sýnir mikinn styrk ESB þegar á reynir. Hefðu þessi ríki ekki verið í ESB hefðu þau farið þráðbeint á hausinn og kreppa þeirra hefði orðið áþekk og var hér fyrir þremur árum.

En það gerðist ekki og því hljóta allir að fagna.

Þá er í framhaldi af þessum góðu fréttum einnig góðar fréttir frá íslenskum stjórnvöldum sem ákváðu í dag að hækka ekki skatta á fólk né fyrirtæki þrátt fyrir áföll í ríkisrekstrinum vegna mikils taps Íbúðalánasjóðs og Sparisjóðs Keflavíkur.

Þetta sýnir styrk íslenskra stjórnvalda sem taka þessa ákvörðun þrátt fyrir ráðleggingar AGS um að hækka mikið virðisaukaskatt á matvörur.


mbl.is „Engin áform um matarskatt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Var það ekki einn af hornsteinum Evrópska seðlabankans að "baila" ekki út aðildarþjóðirnar sem eru í Evrusamstarfinu. Þetta er því frekar merki um veikleika en styrkleika.

Eggert Sigurbergsson, 10.8.2011 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband