Ólafur í pólítísku stríði.

Greinilega kom fram í kappræðum forseta frambjóðendana að  Ólafur Ragnar er kominn í gamla Alþýðubandalagsgírinn þar sem allt er leyfilegt.  Á sama tíma og hann segir að þjóðin eigi að ráða ferðinni og forsetinn eigi að sameina þjóðina leyfir hann sér án þess að hika að segja að hann (forsetinn) vilji ekki að Ísland gangi í ESB undir neinum kringumstæðum. Auðvitað veit hann að svona má forseti þjóðarinnar ekki tala en  hann gerir það samt af því hann telur að þannig fái hann fleiri atkvæði. Tilgangurinn helgar meðalið í pólitísku stríði sem hann telur sig vera í eins og allaballar  forðum. Til að kóróna ósvifnina lýgur hann því blákalt að allir þjóðhöfðingjar í  Evrópu lált í ljós skoðun sína á ´pólitískum málum  en auðvitað veit gamli prófessorinn að þetta er ekki satt. Forsetar og kóngar sem kosnir eru af þjóðinni forðast eins og heitann eldinn að taka afstöðu í deilumálum þjóða sinna. En svona hagræðingu sannleikans víla allaballarnir ekki fyrir sér.

Best af öllu í þessu stríði forsetans er þó það þegar hann heldur því blákalt fram að þjóðin þurfi á honum(sterka manninum) að halda í erfiðleikum sínum. Það hljóta allir að sjá. Annars mun þjóðin farast. Er til meiri vitleysa og mér er algerlega óskiljanlegt að að skynsamt fólk taki mark á þessu rugli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband