Sprengisandur.

Gott hjá Sigurjóni á Bylgjunni að hafa tvíhliða umræðu um forsetaframboðin í morgun.

Þar komu þeir fram stjórnmálafræðingarnir Stefanía Óskarsdóttir sem styður Ólaf að því er virðist og Baldur Þórhallsson sem styður Þóru að ég held.

Skemmtilegar umræður hjá þeim og ágætis úttekt á stöðunni. Þar ýjaði Stefanía að því, ef ég heyrði rétt, að RUV hefði viljandi truflað útsendingu þegar þáttur kynnngar á framboði ÓRG var sendur í loftið. en hann var eini frambjóðandinn sem þetta kom fyrir hjá sagði hún. Getur það verið rétt?

Á Bylgjunni er það að mínu mati, oftast bara önnur hliðin á deilumálunum sem heyrist, bæði í Bítinu á morgnanna og í síðdegisþættinum kl. 16, enda kalla sumir Bylgjuna ,,mini Sögu'' útvarpið sem eru í stjórnarandstöðu eins og núveandi forseti Íslands.

Mér finnst þættir skemmtilegri ef fleiri sjónarmið heyrast.  RUV hefur slíka fagmennsku í fyrirrúmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband