Ólafur Ragnar bregst þjóðinni.

Ólafur Ragnar fór langt yfir strikið í dag með því að fara með sínar prívat skoðanir til Bretlands og þykjast tala fyrir hönd allrar þjóðarinnar. 

Fyrir örfáum dögum var birt niðurstaða skoðunarkönnunar um afstöðu fólks til aðildarviðræðna við ESB.  Niðurstaðan var sú að 49 % íslensku þjóðarinnar vill ljúka aðildarviðræðum við ESB og fara síðan með málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í stað þess að greina frá þessu samviskusamlega og á hlutlausan hátt þá treður hann sínum persónulegu skoðunum inn í viðtalið og gefur í skyn að þær séu skoðanir þjóðarinnar. 

Með slíkum yfirlýsingum er hann auðvitað búinn að dæma sig óhæfan til að gegna embætti forseta Íslands.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband