20.4.2007 | 16:23
Misskiptingin.
Misskipting auðs kemur öllum illa þegar upp er staðið og kemur öllum við. Dæmin eru öll í kringum okkur. Tannheilsu fólks hefur hrakað á stjórnartíma Sjálfstæðisflokksins. Fólk hefur ekki efni á að fara í röntgenmyndatökur, jafnvel nauðsynlegar skurðaðgerðir og lyfjakostnður er mörgum ofviða. Húsnæðisvandi þessa fólks er mikill. Góðærið má að hluta til þakka þeim sem minnst mega sín. Þeir herða sultarólina á meðan hinir fitna. Börn á hinum Norðurlöndunum, þar sem meiri jöfnuður er, fá miklu meiri ókeypis læknaaðstoð. Stuðningur við fatlaða, t.d. við einhverfa, börn sem eru greind ADHD eða annan hegðunarvanda fá ókeypis sálfræðihjálp og lyf. Stuðningur í skóla fer strax í gang. Fleira mætti nefna. Það skal tekið fram að hér á landi er margt flott og fínt . Það er ekki stjórnarherrunum að þakka en þeir eru ekki alslæmir þeir gætu samt hafa gert betur. Ég segi kjósum Samfylkinguna. Gefum henni sjens.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.4.2007 kl. 13:25 | Facebook
Athugasemdir
flott skrif, og margir góðir púnktar.
Linda, 21.4.2007 kl. 00:54
Flott síða hjá þér og margir góðir og þarfir pistlar sem þú ert að skrifa. þú ættir bara að gefa þig að pólítík, margt gáfulegt sem kemur frá þér, veitir ekki af að fá gáfulegt fólk í samfylkinguna eða í stjórnmálaflokkana almennt, margir þar sem mættu missa sín.
Olga (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.