Iðjuleysingar í jafnaðarþjóðfélagi.

Ég verð stundum hissa og oft orðlaus þegar ég les eða heyri sjálfstæðismenn eða hina hægri mennina tala um það sem þeir kalla ,,iðjuleysingja".  Mér þætti gaman ef þeir skilgreindu betur þá sem undir þann flokk falla.  Eru allir iðjuleysingjar sem ekki vinna og greiða skatta eða bara hluti þeirra?  Ef það er bara hluti þeirra, afhverju eiga þeir sem sannanlega geta ekki unnið fyrir sér að gjalda fyrir að það eru einhverjir sem hugsanlega nenna ekki að vinna?  Er það réttlátt að bætur þeirra (iðjuleysingjanna), sem geta ekki unnið séu svo lágar að það sé ekki hægt að lifa af þeim?  Stundum er eins og að hægri mönnum finnist að þeir sem ekki geta unnið hafi valið sér það hlutskipti og kjör þeirra séu því þeim mátuleg. Mér finnst þeir gleyma t.d því að það eru ekki allir jafn vel af guði gerðir ef svo má til orða taka og að fólk veikist og missir vinnugetuna.      

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

fín grein hjá þér Bára mín, er sammála þér og þínu góða hjarta :)   

Ps. Takk fyrir innlitið hjá mér og er sammála þér mættu vera fleirri Maríur,

Linda, 24.4.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þetta er því miður landlægur hugsunarháttur innan Sjálfstæðisflokksins, sprottinn af einhverjum lágkúrulegum hvötum í ætt við illgirni, ef ekki hreinni og beinnni mannvonsku.

Jóhannes Ragnarsson, 25.4.2007 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband