Mótmæli.

Þau miklu mótmæli sem eru nú gegn háu eldsneytisverði eru á margan hátt furðuleg svo ekki sé meira sagt. Auðvitað eru allir á móti háu bensín og olíuverði. Er við ríkið að sakast í þeim efnum þegar allir vita sem vilja vita að meginástæðan er stórhækkað verð eldsneytis á heimsmarkaði. Gefið er í skyn að ríkið græði mikið á þessu sem ekki er rétt nema að litlu leyti. Bensíngjald og olíugjald sem ríkið tekur til sín er föst krónutala á líter þannig að hækkað verð skiptir þar ekki máli. Ríkið fær að vísu fleiri krónur í virðisaukaskatt en atvinnubílstjórar taka ekki á sig þann skatt heldur dregst hann frá með innskatti. Er eðlilegt að ríkið fari að niðurgreiða eldsneytisverð? Hver á að borga það? Auðvitað fólkið í landinu sem flestir eru bíleigendir með hærri sköttum. Er ekki svarið sparneytnari bílar. Eldsneytisverð fer ekki lækkandi í framtíðinni. Verðum við ekki einfaldlega að horfast í augu við það.?
mbl.is Mestu tafir hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir frábæran pistil Þórdís Bára.

Það er synd hve margir virðast missa fótfestuna og vera tilbúnir að ráðast á stjórnvöld, þó þau séu ekki að skapa nein vandamál. Ég velti fyrir mér hvers vegna fjölmiðlafólk spyrji ekki mótmælendur að því hvort þeir vilji að á móti lækkun eða niðurfellingu eldsneytisgjaldsins til stjórnvalda, komi niðurfelling eða veruleg lækkun á fjármagni til viðhalds og nýbygginga vega?

Mér finnst þessi læti svolítið minna á óþekka krakka í sælgætisbúð. 

Guðbjörn Jónsson, 2.4.2008 kl. 10:23

2 identicon

Ég vil bara benda ykkur á að þegar heimsmarkaðsverð á olíu datt úr 112ish kr á tunnuna og niður í 102kr á tunnuna hérna um daginn, (rúmlega 9% lækkun) þá skilaði það sér ekki til íslands,  en hinsvegar um leið og heimsmarkaðsverð hækkar þá eru olíufélögin ekki lengi að hækka verðið á lítranum hérlendis.

 Og svo er ríkið að græða á tá og fingri á þessu útaf vaskinum sem er prósentubundið,   Ríkið má vel við að lækka álögur á bensín ef þeir hættu að byggja ónauðsynleg mannvirki einsog virðist ætla að ske með Sundabraut sem á að leggja í göng, en ríkið á víst að borga eitthvað á móti í þeim framkvæmdum.

 Svo má ekki einungis einblína á háar álögur ríkisins á bensíni sem er hluti af kröfum vörubílstjóra,  heldur eru þeir að mótmæla öðru, einsog þessum vökulagsdrasli sem er búið að fara sína "eðlilegu" leið í gegnum kerfið og ekkert var að gert.

Jóhannes H (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 12:01

3 identicon

átti víst að vera 112$ish niður í 102$ish með bensíntunnuna.

Jóhannes H (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband