Sökudólgar í kreppunni.

Leitin að sökudólgum vegna kreppunnar er að taka á sig hinar fáránlegustu myndir.  Auðvitað eru aðal sökudólgarnir í málinu bankarnir sjálfir og þeir sem stjórnuðu þeim.  Þessir aðilar tóku vísvitandi mjög mikla áhættu með sínum rekstri sem lýsir sér best í því að skuldir bankana voru 9 þúsund milljarðar eða sem samsvarar sex- faldri þjóðarframleiðslu Íslendinga á einu ári. 

Þetta er kjarni málsins.  Skuldir bankana voru alltof alltof háar miðað við íslenska hagkerfið og aðeins tímaspurning hvenær þeir myndu hrynja.  Málið er ekkert flóknara en þetta. 

Þó að útrásarvíkingar hafi fengið stór lán í bönkunum þá eru verða þeir ekki með réttu ásakaðir um fall bankanna.  Ef fólk vill mótmæla eiga þeir að snúa sér að stjórnendum gömlu bankana og bankaráðum gömlu bankana.  Þetta eru mennirnir.  Þetta er fólkið sem tóku þessa rosalegu áhættu sem settu bankana á hausinn og drógu þjóðina með sér í fallinu. 

Þá er líka alveg ljóst að þeir sem stóðu að einkavæðingu bankana og þar ber Sjálfstæðisflokkurinn mestu pólítísku ábyrgðina, gerðu mjög mikil mistök á mörgum sviðum t.d. að tryggja ekki að það yrði dreifð eignaraðild að bönkunum.  Einnig brugðust eftirlitsstofnanirnar, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið. 

Auðvitað hljóta þessir aðilar sem stóðu vaktina í pólítikinni og í eftirlitsstofnunum að víkja fyrr eða síðar.  Sárindin og reiðin hjá þjóðinni eru einfaldlega of mikil til að þeir geti setið áfram og skiptir þá engu máli hvort þeir hafi eitthvað til saka unnið eða ekki.

Við skulum passa okkur að vera ekki stöðugt að hengja bakara fyrir smið eins og t.d. virðist vera í tísku núna með því að leggja hatur á Bónusverslanirnar sem halda vöruverði lágu um allt land fyrstir allra verslunarkeðja fram að þessu.  


mbl.is Óttast að uppúr sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt en útrásartröllin sátu í velflestum tilfellum beggja vegna borðs enda áttu þeir stóra og ráðandi hluti í bönkunum.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband