Málatilbúnaður Jóns Bjarnasonar.

Í dag höfum við orðið vitni að fráleitum málatilbúnaði Jóns Bjarnasonar ráðherra þegar hann leggur til að aðildarviðræðum við ESB verði frestað.  Tímasetning þessa frumhlaups ráðherrans er greinilega engin tilviljun en á morgun mánudag munu utanríkisráðherrar ESB einmitt fjalla um umsókn Íslands að sambandinu. 

Alþingi Íslendinga hefur samþykkt að sækja um aðild að ESB og það stendur.  Framkvæmd málsins er í höndum utanríkisráðherra skv. lögum Frumhlaup Jóns og tímasetning er greinilega hugsuð til að veikja stöðu utanríkisráðherrans.

Ekki þarf að hafa mörg orð um það hvaða áhrif svona niðurrifsstarfsemi innan ríkisstjórnar getur haft.   


mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón hefur engar áhyggjur af samningsstöðu, þetta er bara fyrirsláttur því hann er svo hræddur um það að íslendingar fái að sjá hvað kemur út úr samningum. Hann óttast að þeir samningar verði of góðir fyrir almenning til að hafna þeim. Þessi maður er að reyna koma í veg fyrir að almenningur fái þá kjarabót sem fylgir því að ganga í ESB.

 Ömurlegur málfluttningur, en hæfir manninum!

Valsól (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 15:02

2 identicon

Málið er að mikil óeining ríkir innan ríkistjórnarinnar um ESB og reyndar þjóðarinnar allrar.  Margir eru sannfærðir um evrópuleiðina en aðrir telja hana firru og hóparnir gefa lítið fyrir sannfæringar hvors annars.  Í mínum huga er hér um tvær mjög ólíkar leiðir að ræða og hæpið að kveða upp úrskurð um að önnur sé röng, hin rétt.  Klókast hefði verið fyrir ríkisstjórnina að leita eftir skýru umboði þjóðarinnar á byrjunarreit, það hefði verið miklu ásættanlegri leið og kveðið niður þá óeiningu sem nú er upp komin og mun að líkum leiða til endaloka þessa stjórnarsamstarfs.

lydurarnason (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband