Eva Joly á villigötum.

Eva Joly er þekkt af rannsóknum sínum á fjársvikamálum.  Það er hennar verksvið og væntum við góðs af því. Hins vegar er hún komin á villigötur þegar hún fer út fyrir verksvið sitt og fer að ræða skuldamál Íslendinga yfir höfuð.  Það bætir ekki okkar stöðu að Eva Joly sé að væla fyrir okkar hönd út um allan heim.

Seðlabanki Íslands gaf út það sérfræðiálit 15. júlí s.l. að við Íslendingar gætum auðveldlega staðið við Icesave samkomulagið. Einnig hefur komið fram að lánakjör af þessu láni er með því hagstæðasta sem gerist.

Þar sem fjármálakreppan er á undanhaldi bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu má telja víst að þetta varfærna mat Seðlabankans um að 75% af eignum Landsbankans  muni  endurheimtast  standist örugglega.

Til þess að Ísland öðlist viðeigandi sess meðal Evrópuþjóða verðum við því að staðfesta Icesave samninginn án unddanbragða.

Ef við samþykkjum hann ekki og höldum áfram að væla í anda Evu Joly mun það þýða annað bankahrun og óendanlega erfiðleika og lífskjaraskerðingu fyrir íslenska þjóð.
mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haltu þér við félgasráðgjöfina, ekki fara út fyrir þitt verksvið og ræða skuldamál og fleira.

Dísa (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 13:25

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Iceslave var fjársvikamál svo Eva er ekki á villigötum hvað það snertir. Hún segir sína skoðum afdráttarlaust og án feluleiks, annað en ríkisstjórn íslands sem lætur undan öllum þrýstingi, hótunum og kúgunum sama hvað á dynur til þess að komast inn í enn eina svikamylluna sem er ESB

Það er ekki fræðilegur möguleiki að standa undir þessum skuldbindingum, ekki smuga og verði þetta samþykkt þýðir það landflótta(sem er reyndar byrjaður fyrir löngu) og það þýðir að ríkið þarf að blóðmjólka færri hræður(því jú ekki er hægt að blóðmjólka þá sem eru fluttir af landi brott) enn betur en það gerir í dag með skattpíningum, niðurskurði á öllum sviðum ríkisins, sem þýðir fleiri gjaldþrot almennings og fyrirtækja, hvernig ætlarðu að láta þetta dæmi ganga upp ?

Sævar Einarsson, 1.8.2009 kl. 13:30

3 identicon

er þú að tala um "varnfærna mat seðlabankans" sem taldi t.d. skuldir Björgólfs Guðmundssonar (sem nú verður að afskrifa allar) til "eigna" ?

zappa (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 13:31

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Dæmi: Jón, Gunna, Guðmundur og Sigurður skulda samanlagt eina milljón í skatta sem þýðir að hver og einn skulda 250.000, síðan ákveða Jón og Siguður flytja af landi brott og þá skulda Guðmundur og Gunna ekki lengur 250.000 heldur 500.000, gengur dæmið upp ? varla ...

Sævar Einarsson, 1.8.2009 kl. 13:35

5 Smámynd: ThoR-E

Væla?

Eva Joly á bara þökk skilið fyrir að skrifa þetta. Þótt okkar óhæfu stjórnmálamenn geta ekkert sagt nema já og amen við hótunum og kúgunum U.K og Hollendinga sem nota IMF sem handrukkara ... 

Þú greinilega ert á því að börnin okkar eigi að borga skuldir Björgúls Þórs og föður hans og viðskiptafélaga ... vissulega er sú staða komin upp að við þurfum að taka ábyrgð á þessu .. en það þýðir ekki að við þurfum að samþykkja þennan samning sem er algjörlega óásættanlegur. Stjórnvöld sendu út óhæft fólk til að semja og þarf alþingi að hafna þessum samningi og senda nýja samninganefnd út.

og síðan í leiðinni væri fínt að frysta eigur og eignir eigenda allra bankana, fyrr verður ekkert traust á landinu erlendis frá.

Mjög undarlegt að sjá Evu Joly gagnrýnda hér á þennan hátt. Ámælisvert.

ThoR-E, 1.8.2009 kl. 13:42

6 identicon

Eva Joly er ráðgjafi sérstaks saksóknara. Sem ráðgjafi hefur hún vissulega svigrúm að tjá sig um þetta viðkvæma málefni.

Eva kemur fram sem málsvari lítilmagnans hér á landi - hins almenna borgara  og framlag hennar skiptir sköpum núna og það á eftir að koma skýrar í ljós.

Ekki síst núna í ljósi þess að gjörsamlega vanhæfir einstaklingar úr stjórnmála- og embættismannastétt hafa haft hér heljartak á þjóðinni í áratugi og rústað hér öllu með sérhagsmuni og taumlausa græðgi að leiðarljósi.

Því miður eru óvissuþættir það miklir, m.a. afkoma þjóðarbúsins á næstu árum að það er ekki raunhæft að fullyrða eins og þú gerir hér - þegar þú fjalar um endurheimt eigna upp í óreiðuskuldirnar. 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 13:44

7 identicon

Eva má tala um það sem henni sýnist.ég er með 4 börn á aldrinum 7-18 ára og er að spá í að flytja héðan.ég er með vinnu enn dettur ekki í hug að láta börnin mín borga þessar svikaskuldir.Það er vitað að Samfylkingin mun skrifa undir hvað sem þeim er rétt af Hollendingum og Bretum þó það stæði að helmingur þjóðarinnar skuli þræla í Breskum kolanámum í 50 ár,Allt til að komast í Evrópusambandsjukkið.

Sigurbjörn (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 13:54

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Því meira sem hún tjáir sig því betra. Þessi kona vælir ekki hún öskrar eins og ljón. Þá duga engar heyrnahlífar.

Finnur Bárðarson, 1.8.2009 kl. 14:20

9 identicon

Það er næsta augljóst útfrá þinni þrælslund hvar í flokki þú stendur.

Samfylkingunni án nokkurs vafa.

Tek undir með Dísu og ráðlegg þér að halda þér við þitt sérsvið þó ég myndi tæpast ráðleggja nokkrum að sækja ráðleggingar til þín því þar virðist alla rökhugsun vanta.

Eva Joly er ljósið í myrkrinu því hún þorir og framkvæmir það sem að íslenskir stjórnmálamenn ættu að gera undanbragðalaust.

Sýna smá manndóm og láta hvortveggja Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Hollendinga og Breta heyra það óþvegið í stað þess að kyngja öllu sem hverjir aðrir aumingjar og mannleysur.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 14:37

10 identicon

Það er nú meira hvað allir æsast upp þegar fólk dirfist að gagnrýna eitthvað sem Joly segir. Eggert Vébjörnsson hefur ekki mikla rökhugsun sjálfur þegar hann notar svona "rök", eins og æstur hundur. Eins og Joly sé einhver frelsari. Joly er sjálf í bullandi pólítík. Já, klappliðið á blogginu er kostulegt og vill helst fá aðra til að hugsa fyrir sig.

Kári (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 17:43

11 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ágætu bloggarar ég þakka ykkur fyrir athugasemdirnar hér að ofan.  Þó verð ég að segja að mér finnst gæta misskilnings í svörum sumra þegar menn tala um svikaskuldir og að það sé verið að neyða okkur óverðskuldað.  Menn mega ekki gleyma því að ástæðan fyrir Icesaveskuldunum er sú að Landsbankinn opnaði útibú í Bretlandi og Hollandi og ginnti borgara þessara landa til að leggja peninga inn á innlánsreikninga með hæstu vöxtum sem þá tíðkuðust í Evrópu. 

Síðan hefur komið á daginn að Fjármálaeftirlitið íslenska brást algjörlega í þessu máli.  Í því sambandi verða menn að muna að fjármálaeftirlitið er fulltrúi stjórnvalda og þá um leið fulltrúi okkar allra hvort sem okkur líkar það betur eða ver.  

Með hliðsjón af þessu er auðvitað firra að halda því fram að við berum enga ábyrgð í þessu máli.  

Þórdís Bára Hannesdóttir, 1.8.2009 kl. 18:53

12 Smámynd: ThoR-E

Það er firra ef þú telur að íslenska þjóðin eigi að borga fyrir skuldir einkafyrirtækis, bara vegna þess að eftirlitsaðili brást.

Ekki starfaði ég hjá bankanum, hvað þá fjármálaeftirlitinu ... samt lendir það á mér að borga og mínum börnum.

Vissulega hafa hlutirnir æxlast þannig að ríkið þarf að bera ábyrgð á þessu ... en að segja það að almenningur bera ábyrgð og það sé firra að halda öðru fram.

ThoR-E, 1.8.2009 kl. 19:19

13 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

1. Grein Evu er stórmerkileg.

2. Greining Seðlabankans er galin og sést vel á forsendum sem þeir leggja til grundvallar.

3. Efnahagurinn er ekki á uppleið-það er rugl.

sorry.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.8.2009 kl. 20:28

14 identicon

Hvet þig til að lesa færlsu eftir einn ágætan bloggara hérna Þórdís.

 http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/923432/#comment2531024

Stórgóð og skilmerkileg færsla sem grundvallast á rökum og heilbrigðri skynsemi.
Ég var og er sammála hverjum stafkrók þar og svo er um fleiri.

Með hliðsjón af hverju er firra að halda því fram að við berum enga ábyrgð!!!?

Stórgölluðu og götóttu fjármálakerfi sem alþjóðasamfélagið ber með réttu ábyrgð á en ekki við þegnar þessa lands. Enda hamast alþjóðasamfélaið við að fá okkur til að spila með og undirgangast þessa vitleysu.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 21:34

15 identicon

Við skulum fagna þvíað hafa svona bandamann eins og Evu Joly.

Það er einmitt tekið meira mark á henni að hún er ekki íslensk og einnig að hún er þekkt.

Stjórnarandstæðingar þykjast hafa fengið eitthvað vopn í hendur með þessu, enda er allt hey í þeirra harðindum.    

Sumir íslendingar t.d. Eiríkur Bergmann hafa skrifað ýmsar greinar í erlend blöð um sama efni en þær hafa ekki fengið sama vægi, einmitt af því þeir eru íslendingar.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 21:39

16 identicon

Ég er með hugmynd.

Afhverju opnaru ekki reikning Þórdís Bára Hannesdóttir

og byrjar að leggja inn á hann fyrir skuldunum ?

Síðan geturu fengið fl. sem eru sammála þér til að leggja inná.

Ekkert sem stoppar þig í því eða ?

Legg ég til þótt að ríkið verndi borgarna sína og borgi ekki icesave, þá standir þú föst á þínu og leggur alar eigur þínar í að borga inn á þennan reikning.

"verðum við því að staðfesta Icesave samninginn án unddanbragða."

Þarna ertu vonandi að vitna í þig og þína fjölskyldu.

Voða æst í að borga en byrjar ekki bara á því..

þú verður að borga er þaggi ?

Hvenar ætlaru að byrja á því ?

Eftir hverju ertu að bíða Þórdís Bára Hannesdóttir ?

Því fyrr sem þú borgar því fyrr losnaru undan þessu láni :)

Slæm hugmynd ?

Sannleikurinn (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 06:35

17 identicon

Það sem snýr að Evu Joly í grein þinni er með því "kjánalegasta" sem ég hef séð á blog.is. frá upphafi 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband