Staðan í Icesavemálinu er óbreytt.

Eftir álit Hagfræðistofnunar Háskólans er ljóst að staðfest er í stórum dráttum álit Seðlabankans þó bent sé á fleiri möguleika.

Alveg er ljóst að við getum staðið við Icesave skuldbindingarnar. Hagfræðistofnun bendir á að aukin skuldabyrði geti haft neikvæð áhrif á hagvöxt en segja jafnframt að koma megi í veg fyrir það að stórum hluta með lengingum lána og endurfjármögnun.

Hagfræðistofnun bendir einnig á hættuna á því að það bresti á fólksflótti frá landinu sem myndi þá gera skuldirnar erfiðari fyrir þá sem eftir sitja en segir jafnframt að reynslan sýni að hagsveiflur hafi yfirleitt ekki áhrif á fólksflutninga.

Þá segir Hagfræðistofnun að spá Seðlabankans um hagvöxt sé of lág til skamms tíma en of há til lengri tíma.  En spáir því jafnframt að raungengi krónunnar verði hærri en Seðlabankinn segir. 

Hagfræðistofnun leggur ekki mat á það sem muni gerast ef Alþingi staðfestir ekki ríkisábyrgðina.

Ábyrgir aðilar í þjóðfélaginu, en þeim fjölgar stöðugt,  telja að við verðum að samþykkja Icesave ef við ætlum að öðlast sess í samfélagi þjóðanna sem þjóð sem stendur við sínar skuldbindingar.  Hinir sem eru á móti skila auðu þegar spurt er hvað tekur við ef samningurinn verður felldur.  Ekki geta það talist ábyrgir aðilar sem haga sér þannig.

 


mbl.is Mesta hættan fólksflótti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband