20.5.2007 | 12:23
Ofsahræðsla Morgunblaðsins.
Við lestur Reykjavíkurbréfins í dag kemur fram hvað Morgunblaðið er hrætt við að Sjálftæðisflokkurinn myndi stjórn með Samfylkingunni. Ekki verður betur séð en að þessi hræðsla beinist einkum að formanni Samfylkingarinnar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Með því að mynda stjórn með Samfylkingunni er verið að auka vegsemd Ingibjargar og skv. Morgunblaðinu mun það hafa hræðilegar afleiðingar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Blaðið segir t.d. að hætta sé á því að Sjálfstæðisflokkurinn muni klofna í tvennt á miðju kjörtímabili vegna innbyrðis deilna í flokknum um Evrópumálin og sjálfstæðismenn eigi enga vini lengur því þeir móðguðu framsóknarmenn og þess vegna standi sjálfstæðismenn nú eingangraðir í tilverunni. Er þetta virkilega hægt. Ég hélt að sjálfstæðismenn væru meiri bógar en þetta. Ekki verður annað séð á skrifum Morgunblaðsins en að það vilji miklu frekar að Sjálfstæðisflokkurinn myndi vonlaust stjórnarsamstarf í stað þess að koma upp sterkri ríkisstjórn því bara með því móti væri hægt að koma í veg fyrir vegsemd Ingibjargar Sólrúnar.
Er ekki komin tími til að blað allra landsmanna taki sig á og hætti þessu volæði.
19.5.2007 | 20:50
Talandi um hroka.
Hver valdi álitsgjafann á fréttastöð stöðvar 2 í kvöld? Í kvöldfréttum kom ein ,,andans brekkan" og maður þurfi að hlusta á hann lesa yfir sér, á friðsömu laugardagskvöldi og borga fyrir það meira að segja. Hann, eins og fleiri harðir andstæðingar Ingibjargar Sólrúnar hingað til, eru byrjaður að vinda ofan af stóryrðunum, sem hann og aðrir fylgismenn Davíðs, hafa viðhaft um hana undanfarin ár og sagði nokkurn vegin þetta ,, ég held að Ingibjörg Sólrún sé núna að vaxa sem stjórnmálamaður og að hún sé ekki lengur slíkur vindhani sem hún hefur hingað til verið". Finnst honum að hún hafi verið vindhani? Sumir myndu nú segja ,,maður líttu þér nær".
P.S Ég vona að Ingibjörg Sólrún verði fjármálaráðherra. Það er komin tími til að hægri menn sleppi buddunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2007 | 12:14
Efnahagsstjónin gengur ekki upp.
Aðalatvinnustaður Flateyrar, Kambur, ætlar að selja kvóta sinn og skip. Við það missa 120 manns atvinnu sína. Skýringin er sú að vaxtastig og vaxtastefna Seðlabankans er röng. Einar Oddur, einn harðasti sjálfstæðismaður landsins heldur þessu a.m.k. fram í Mbl. í dag og er búinn að vara sína menn við lengi. Hann sagði að öll útgerð, og fiskvinnsla á strandlengjunni umhverfis landið legðist af. Engin hlustaði, sagði hann. Hann kaus samt að styðja sinn flokk. Efnhagsstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur leitt af sér verðbólgu, þenslu og háa vexti auk þess sem hann stendur fyrir óbreyttu kvótakerfi. Er þetta ekki merkilegt? Sjálfstæðismenn standa með sínum flokki út yfir gröf og dauða.
Við sölu á kvótanum verða eigendur fyrirtækisins milljarðamæringar en starfsfólkið, fjölskyldurnar á Flateyri fara á atvinnuleysisbætur. Það hljóta allir að sjá að þessi efnahagsstjórn gengur alls ekki upp og er með ólíkindum að nokkur skynsamur maður skuli styðja þessa efnahagsstjórn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 10:28
Heyrst hefur
og lesið að sjálfstæðismenn vilji ekki samstarf við Samfylkinguna því þeir vilja ekki hleypa Ingibjörgu Sólrúnu að í ráðuneytin og efla þar með velferð hennar. Mér finnst þetta hrokafullt. En með þessu viðurkenna þeir hræðslu sína við að hún muni hugsanlega yfirtaka stjórnartaumana á alþingi í framtíðinni eins og hún gerði með R-lista samstarfinu í borgarstjórninni. Þar gekk henni svo vel, ásamt samstarfsfólki sínu, að R-listinn vann sjálfstæðismenn hvað eftir annað í borgarstjórnarkosningum alveg sama hvaða stórlöxum þeir tefldu fram. Það gleymist seint.
Það er svo skondið þegar fólk er að tala um og lýsa ímynduðum hroka hennar. Hann á að felast í því að hún brosir of breitt stundum en á hinn bóginn brosir hún of lítið og er fýld stundum. Það er greinilega ekki hægt að gera fólki til hæfis. Ég hef ekki rekist á neinn tala um að Geir eða nokkur annar brosi of breitt, hæfilega mikið eða sé of fýldur. Hvað er eiginlega málið? Er það ekki bara að hún talar oft tæpitungulaust og um það sem skiptir máli? Hún ógnar einhverjum, það er greinilegt , því annars myndi fólk ekki láta svona.
14.5.2007 | 22:17
Jón Baldvin góður á kosningakvöldinu.
13.5.2007 | 18:49
Til hamingju Ellert.
13.5.2007 | 18:20
Hægra brölti Framsóknarflokksins hafnað.
Niðurstaða kosninganna er augljóslega sú að hægra brölti Framsóknarflokksins er hafnað á eftirminnilegan hátt. Greinilegt er að þjóðin vill vinstri stjórn undir forystu Samfylkingarinnar. Eini alvöru kosturinn í þessari stöðu er að mynda R-lista stjórn undir forystu Samfylkingarinnar. Með þeim hætti kæmi vilji þjóðarinnar vel fram auk þess sem það er eini möguleikinn fyrir Framsóknarflokkinn að ná sér aftur á strik og hefja málefnabaráttu í anda gamla Framsóknarflokksins eins og hann var í tíð Steingríms Hermannsonar og Eysteins Jónssonar. Þessi stjórn myndi hafa á bak við sig 34 þingmenn og u.þ.b. 55%
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2007 | 16:20
Jafnrétti til náms á Íslandi?
Afhverju sagði Þorgerður Katrín í sjónvarpinu í dag, að það væri hvergi meira jafnrétti til náms eins og á Íslandi. Þetta er ekki satt hjá henni. Það er meira jafnrétti til náms t.d. i Danmörku. Þar fá allir sem eru í menntaskóla og háskóla styrk að upphæð 4 þús kr. dönskum á mánuði. Bækur fyrir nemendur í framhaldsskóla eru ókeypis. Nemendur í háskóla fá áfram styrk og líka námslán, mjög góð námslán, þau miðast við raunverulegan kostnað á framfærslu. Þetta er það sem ég vil sjá Samfylkinguna koma á fót hérlendis.
Hér á landi er mjög erfitt fyrir unglinga að fara í framhaldsskóla ef foreldrar standa illa. Ef unglingarnir treysta sér ekki til að vinna með skóla þá eiga þau ekki sjéns. Það er ekki jafnrétti til náms á Íslandi. Því miður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2007 | 23:02
Hvenær er rétti tíminn?
Ég verð að segja að sjálfstæðismennirnir sem ég hef hlustað á að undaförnu í sjónvarpinu virka mjög óundirbúnir og illa að sér í umræðunni. Það er kannski ekki skrýtið því umræðan hefur staðið mikið um velferðarmál. Þeir hafa engan áhuga á þeim og má þí segja að þeir séu samkvæmir sjálfum sér. Þetta kom vel í ljós í viðtalinu við Geir í Kastljósinu á mánudaginn var og við Gunnlaug Þór í kvöld í slandi í dag. Svo er það Árni Matt. Hann er alls ekki traustvekjandi sem fjármálaráðherra því hann virðist ekki bera skynbragð á tölur. Mér finnst eins og honum líði illa í viðtölum og eigi erfitt með að svara fyrir sig.
Kosningafrasi sjálfstæðismanna nú er vel þekktur, þeir segja ,,það þarf að byggja upp atvinnukerfið svo komi að því að hægt sé að byggja upp velferðarkerfið". Ég held að þetta séu bara orðin tóm. Lái mér hver sem vill. Það er löngutímabært að sinna velferðarkerfinu það hefur setið á hakanum allt of lengi eins og dæmin sanna. Er ekki ríkissjóður búinn að vera hallalaus í mörg ár? Hvenær kemur tíminn? Er furða að maður spyrji.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.5.2007 kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2007 | 21:27
Kastljósið í kvöld.
Geir kom ekkert á óvart í Kastljósinu í kvöld þar sem hann svaraði öllum spurningum Vigdísar Hjaltadóttir og Helga Seljan skilmerkilega. Ég segi skilmerkilega því þó hann svaraði ekki alltaf beint mátti lesa viðhorf hans til ýmissa málflokka varðandi jöfnuði í samfélaginu. Geir virtist ekki undirbúinn fyrir spurninguna um tannlækningakostnað barna en sú umræða hefur verið mjög mikið í umræðunni undanfarið. Hann svaraði að þann málaflokk þyrfti að skoða en tannlæknakostnaður ætti ekki að vera ókeypis. Hann svaraði spurningunni hvort ætti að leggja af skólagjöld/innritunargjöld og bókakostnað í framhaldsskólum og fannst honum ekki þörf á að leggja slíkan kostnað af.
Niðurstaðan er sú að Geir virðist ekki vera með á nótunum þegar til umræðu eru mál sem brenna á almenningi. Hann er að hugsa um eitthvað annað því miður.