Óskhyggja og væl Sjálfstæðisflokksins.

Átakanlegt er að hlusta á óskhyggju og væl Sjálfstæðisflokksins vegna Icesavemálsins og ekki má þar heldur gleyma yfirvælaranum Ólafi Ragnari Grímssyni sem studdur er dyggilega af sínum bestu vinum Davíð Oddssyni.

Grundvallarmisskilningur felst í því að skilja hver er málstaður Íslands til framtíðar.

Það er ekki málstaður Íslands að biðja Breta og Hollendinga um afslátt í þessum málum við eigum að standa við skuldbindingar okkar vafningalaust og samþykkja Icsave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Algjörlega fullreynt er að við komumst ekki lengra í þessum samningum.  Allar hugmyndir um annað er barnaleg óskhyggja. Þvert á móti eru miklar líkur fyrir því að allt brölt hefðu þau einu áhrif að samningsstaða okkar myndi versna og við ættum einungis kost á samningum sem við gætum ekki ráðið við.


mbl.is Bjarni: Eigum aðra kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Höskuldsson

Hver segir að við komust ekki lengra í þessum samningum? Ert það þú? eða er það Steingrímur J og hans frábæri aðstoðarmaður Svavar Gestsson sem nennti þessu ekki lengur?? Þetta er bara fleipur hjá þér að halda frami þessari vitleysu. Getur þú rökstutt það að almenningur eigi að greiða 2,2 milljónir fyrir misheppnaða útrásadrauma Björgólfsfeðga.

Mér finnst þessi grein þín vera barnaleg og það kæmi mér ekki á óvart að þú sért fylgismaður Samfylkingarinnar og sért tilbúin að greiða hvað sem er til þess að komast inní ESB klúbbinn í Brussel, janfvel þó að kosti að komandi kynslóðir þurfi að bera þær byrðar.

Páll Höskuldsson, 9.1.2010 kl. 13:28

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hættu nú þessu ESB kjaftæði Páll.  Það er fullt af fólki sem er búið að fá yfir sig nóg af Sjálfstæðisflokknum en langar samt ekkert endilega inn í ESB.

Sjálfstæðisflokkurinn

- setti Seðlabankann á hausinn
- einkavæddi bankana
- átti Árna Matthiesen sem samþykkti að greiða 6,7% vexti fyrir Icesave á 10 árum
- fyllti alla embættismannastóla af sjálfstæðismönnum
- o.s.frv.  o.s.frv. 

Af nógu er að taka þegar rifjuð eru upp afglöp Sjálfstæðisflokksins.

Anna Einarsdóttir, 9.1.2010 kl. 15:26

3 Smámynd: Páll Höskuldsson

Ef þú heldur að ég sé að verja gerðir Sjálfstæðismanna þá skjátlast þér Anna.

Verð samt að benda þér á að það hefur verið algert forgangsmál hjá Samfylkingunni að koma Íslandi inní ESB, enda hvað var það fyrsta sem Össur fékk í gegn hjá Milliband þeim breska? jú að Milliband staðfesti að synjun á undirskrift hjá Forseta Ísland á lögum um Icesave ríkisábyrgðina hefði engin áhrif á ferli Íslands í aðildarviðræðum við ESB.

Þetta er forgangsröðunnin hjá Samfylkingunni. Heimilin í landinu mega bíða s.b.r. 150 uppboðsbeiðnir á heimilum landsmanna í Morgunblaðinu í dag.

Páll Höskuldsson, 9.1.2010 kl. 15:48

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sæll Páll

Við erum búin að vera í samningum við Breta og Hollendinga síðan í október 2008 eða í 15 mánuði. Alþingi var í allt sumar að berja saman nýja fyrirvara sem við samþykktum en ríkisábyrgðin var ekki virk nema viðsemjendur okkar samþykktu þá. Það gerðu þeir ekki nema að hluta, Aftur var farið að semja og niðurstaðan varð það frumvarp sem samþykkt var um daginn.

Hvernig i ósköpunum detur þér í hug að fara nú í þriðja sinn og reyna enn á ný að semja. Þrátt fyrir allt er þetta í eðli sínu einfaldur lánasamningur og búið að fara yfir öll smáatriði í honum mörg hundruð sinnum.

þess vegna segi ég þetta er fullreynt og því eru akllir sammála sem skoða þetta mál  á efnislegum forsendum.

Hitt er annað mál það getur verið pólitist klókt fyrir þína skoðanabræður að nota þetta mál til að koma ríkisstjórninne frá. Þarna erum við komin að kjarna málsins.

Þið eigið að ver menn til að viðurkenna þetta og vera ekki að velta fólki upp úr allskonar áróðri og blekkingum og telja fólki trú um að það sé hægt að breyta samningnum.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.1.2010 kl. 16:35

5 Smámynd: Páll Höskuldsson

Ríkisstjón Íslands er alveg sjálfbær í því að koma sér frá völdum. Mér finnst þú vera gera lítið úr því að þjóðin sem á endanum að greiða skuldir vegna Icesave megi ekki kjósa um það í þjóðarafgreiðslu - hvar er lýðræðisást ykkar Samfylkingarfólks? er ekkert að marka ykkur? treystið þið ekki þjóðinni. Veistu svona að lokum - Helst vil ég fara í Dómstólaleiðina í Icesave málinu - ég finn líka fyrir meðbyr hjá almenning út í hinum stóra heim.

Páll Höskuldsson, 9.1.2010 kl. 17:07

6 identicon

Sæl.

Það er ýmislegt sem þú segir í þinni færslu sem er beinlínis rangt.  Miklu skiptir að skilja að þessar skuldir eru ekki skuldir okkar. Ef ég keyri fullur og veld skemmdum átt þú þá að borga? Ef ég keyri fullur núna er það einhverjum stjórnmálaflokki að kenna? Ábyrgðin er fyrst og fremst bankamannanna. Í tilskipunum ESB er ekki kveðið á um ríkisábyrgð enda myndi hún hafa lamandi áhrif varðandi samkeppni.

Af hverju viltu borga Icesave? MOS sagði sem svo í rökstuðningi þegar hann samþykkti Icesave-lögin að þessir 200 milljarðar væru nú ekki mikið borið saman við tap SÍ. Vandinn við Icesave er sá að við vitum ekki almennilega hve mikið við eigum að borga og í því fólust rangfærslur MOS. Ekki gerðu Bretar neitt við USA þegar Lehmann bankinn fór á hausinn. Ætli Bretar hafi ekki tapað peningum á því? Af hverju ætti almenningur að borga brúsann?

Því er einnig oft haldið fram að við þurfum að borga þetta svo endurreisnarstarf geti hafist og svo okkur verði nú treystandi í samfélagi þjóðanna. Endurreisnarstarf verður aldrei hafið með því að sökkva okkur í hrikalegar skuldir sem við vitum ekki einu sinni almennilega hve miklar verða. Að halda slíku fram eru annað hvort lygar eða sjálfsblekkingar. Til þess að við verðum fullgildir meðlimir í samfélagi þjóðanna fylgjum við þeim reglum sem í gildi eru, það verða Bretar og Hollendingar líka að gera - þeir tóku væntanlega þátt í að semja þá tilskipun sem þeir eru að brjóta núna. Þeir hjóluðu í okkur vegna þess hve lítil við erum.

Þessi samningur er algerlega ómögulegur, við erum látin bera alla ábyrgðina en Bretar og Hollendingar láta okkur borga fyrir sín mistök. Auðvitað stóð FME sig illa og þess vegna eigum við að borga sanngjarnan hluta (það fólst í Brusselviðmiðunum) en þegar menn reka fyrirtæki eða opna útibú erlendis eru þeir auðvitað undir lögsögu viðkomandi lands. Ef ég keyri fullur í Bretlandi á þá að kenna íslensku lögreglunni um það?

Auðvitað vilja menn koma þessari ríkisstjórn frá, hún ber ábyrgð á þessum Icesave samningi, hún drekkir landsmönnum í álögum og fer með lygar og blekkingar. Hvað ætlið þið stuðningsmenn Icesave laganna nú að segja þegar við fáum betri samning? Þið þurfið að hugsa það mál núna. Þið verðið einnig að viðurkenna að þið hafið verið blekkt og að þið þekkið ekki nógu vel efnisatriði málsins. Ef þetta er svona frábær samningur af hverju eru þá leiðarahöfundar í ýmsum blöðum í Evrópu með mikla samúð með okkur?

Jon (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 17:50

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Þórdís. Þegar talað eru um staðreyndir þessa máls eins og þær koma okkur og okkar skoðanasystkinum fyrir sjónir, er gripið til þess "snjalla" ráðs að tala um hve heimsk við séum, hvað við bullum mikið og annað "gáfulegt" sett fram. Fólk á ekki gott með að sjá hliðar sem eru ekki í anda Bessastaðabóndasamfélagsins.

Skuldir þjóðarbúsins vegna mistaka Seðlabankastjórans Davíðs Oddssonar eru miklu miklu meiri en ICESAVE. Það má bar ekki tala um þau mál svo ICESAVE er þyrlað upp eins og mögulegt er. Forsetinn sá að þarna gæti hann komist í fjölmiðla og lappað upp á sitt lélega orðspor. Ég sem hélt að maðurinn væri heiðarlegur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 22:04

8 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sæll Jon

Því miður virðist þú misskilja þetta icesavemál í aðalatriðum. Kjarni málsins er sá í fyrsta lagi   að Landsbankinn opnaði útibú í Bretlandi og Hollandi ,íslensk útibú. Fyrst að þetta voru íslensk útibú eiga þeir sem lögðu þari nnn sparifé sitt nákvæmlega sama rétt og Íslendingar sem lögðu peninga á bankareikning  á Ísafirði svo dæmi sé tekið.

Við bankahrunið setti alþingi svonefnd neyðarlög sem m.a gengu út á að innistæðueigendur af bankareikningum í Landsbankanum fengu sitt tjón greitt 100%.Innistæður í  Landsbankanum í Bretlandi og Hollandi áttu því sama rétt og Islenskir innistæðueigendur í Landsbankanum á Islandi.

Þetta er upphaf og meginhugsunin á bak við icesave skuldbindinguna.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.1.2010 kl. 22:50

9 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sæl Hólmfríður. Það er búið að sveipa þetta tiltölulega einfalda mál mikilli þoku til þess að auðveldara sé að beita ómerkilegum áróðri.  Vonandi sjá Íslendingar í gegnum bullið áður en kemur að þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.1.2010 kl. 22:58

10 identicon

Þetta er allt rétt hjá ykkur Þórdís, Önnu og Hólmfríður nema að það tekur því ekki að vera spyrða forsetann við þetta lið.

Ólafur Ragnar er þó sjálfum sér samkvæmur og ég held að fólk komi til með að sjá í gegnum málatilbúnað og málþóf sjálfstæðismanna.

Nú ef ekki ... ?

Þá fáum við þetta lið, sem ekki kann að skammast sín, yfir okkur aftur.

Það fer hrollur um mig, buurrrrr.. við tilhugsunina eina.

Stefán Á. Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband