Áróðurinn gegn Icesave.

Áróðurinn gegn Icesavesamningnum er ísmeygilegasti áróður sem átt hefur sér stað í íslenskri pólítík um langt árabil.

Þennan tiltölulega einfalda lánasamning er búið að teygja og toga og snúa á hvolf til þess að rugla fólk í rýminu.

Ekki er óalgengt, eins og sést m.a. á moggablogginu að menn segja hiklaust ,,við eigum ekki að vera að borga skuldir einkafyritækja" í hinu orðinu er sagt að við ætlum að standa við allar okkar skuldbindingar.

Það vekur og furðu í þessu sambandi að skoðanir fólks á þessum einfalda lánasamningi fer eftir flokkspólítískum línum.

Þannig sýna niðurstöður að aðeins fimmti hver sjálfstæðismaður styður lánasamninginn.

Hvernig má þetta vera. Icesavesamningurinn sem í upphafi var gerður af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir hönd þjóðarinnar er nú hafnað af 4/5 sjálfstæðismanna.  Einnig liggur fyrir að samningurinn hefur mjög lítið breyst frá upphafi. Eina sem breyst hefur er að samningurinn sem sjálfstæðismenn stóðu að var til 10 ára með 6,7% vöxtum en núverandi samningur er til 14 ára með 5,55 % vöxtum.  Nú erum við komin að kjarna málsins.

Búið er að gera þetta einfalda lánamál að flokkspólítísku áróðurstæki til að koma ríkisstjórn félagshyggjuaflanna frá völdum.

Komin er tími til að menn greini þarna á milli og menn átti sig á því um hvað Icesavesamningurinn snýst.

Vonandi verða menn búnir að sjá í gegnum málatilbúnað og bull Sjálfstæðisflokksins þegar þjóðaratkvæðagreiðslan verður haldin.


mbl.is 60% andvíg Icesave-lögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er líka gott að líta aðeins aftar og skoða hver/hverjir voru arkitekt/ar hrunsins.

  • Það mun vera maður að nafni Davíð Oddsson.
  • Hann starfaði sem Seðlabankastjóri í skjóli Geirs H Haarde forsætisráðherra sem er hagfræðimenntaður.
  • Hann fyrirskipaði hver peningastefna ætti að vera.
  • Hann stjórnaði því hvert efitirlitið eða öllu heldur eftirlitsleysið ætti að vera.
  • Hann stóð gegn því að fyrirtæki fengju að gera upp í erlendri mynt.
  • Hann torveldaði Landsbankamönnum að gera bankann sinn í London þannig úr garði að hann heyrði undir bresk yfirvöld.
  • Það allt er miklu stærra mál en ICEAVE.

Davíð var líka á þeim tíma búinn að kasta Kastljóssprengunni sinni sem orsakaði virkni Hryðjuverkalaga gagnvart okkur.

Kostnaður vegna "stjórnar" Davíðs á Seðlabankanum er svo miklu miklu meiri en ICESAVS og það er verið að nota þessa "deilu" við Breta og Hollending til að Seðlabankasukkið sé ekki rætt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.1.2010 kl. 13:31

2 identicon

Æ, æ, æ ... nú hefðirðu átt að bíða aðeins með að skrifa þessa færslu.

Í Silfri Egils, sem hóf útsendingu á sama tíma og þú settir þessa færslu inn, kom m.a. fram maður að nafni Alain Lipietz, sem er þingmaður á Evrópuþinginu og tók þátt í að semja reglugerðarverkið sem gildir um þessi mál. Hann ætti því að vita um hvað hann er að tala, og samkvæmt honum er það alveg skýrt að Íslandi ber EKKI lagaleg skylda til að greiða IceSave !

Já, áróðurinn MEÐ Icesavesamningnum er ísmeygilegasti áróður sem átt hefur sér stað í íslenskri pólítík um langt árabil. Ég trúi því ekki að skynsamt fólk haldi virkilega að Jóhanna og Steingrímur séu betur að sér um þessar reglugerður heldur en fólkið sem SAMDI þessar sömu reglugerðir!

http://eyjan.is/blog/2010/01/10/klart-i-logum-esb-ad-sokin-a-icesave-reikningum-liggja-i-londum-thar-sem-starfsemin-fer-fram/

Hilmar Ólafsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 13:58

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

En Hilmar, maður spyr sig bara hvers vegna í ósköpunum ætli þessi Alain hafi ekki komið þessu á framfæri fyrr, nú fyrst ljóstrar hann þessu upp, og allt búið að vera hér á suðupunkti hjá þingi og þjóð í marga mánuði.

Hjörtur Herbertsson, 10.1.2010 kl. 15:16

4 identicon

Þeir eru nú ekki margir sem kalla þessa stjórn "félagshyggjustjórn" nema þeir sem að henni standa. Stjórnin hefur haft tækifæri til þess að velja leiðir sem hafa minni áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna, en þeir velja leiðir sem minka ráðstöfunartekjur heimilanna og færa auk þess eigur þeirra til fjármagnseigenda vegna áhrifa á vísitölur. Niðurfelling skulda, hyglun eigenda fyrirtækja, viðhald mannréttindabrota í úthlutun kvóta, spilling við mannaráðningar, ógagnsæi.....

Ég hef verið á þeirri skoðun að hér eigi að setja upp utnanþingsstjórn á meðan tekið er til, ný stjórnarskrá gerð af fólkinu og við hefjum nýtt lýðræði með stórnarskrá sem tryggir völd fólksins, gagnsæi, tryggir fólkið eins og hægt er gegn spillingu stjórnmálaflokka, stéttarfélaga o.s.frv.
Ástæðan ætti að vera flestum ljós, spilling stjórnmálaflokkana hefur gert alþingi og stjórnkerfið ótrúverðugt og rúgið það trausti. Ábyrgð þeirra á hruninu er tvímælalaus.

Jón Jósef Bjarnason (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 15:53

5 identicon

Hjörtur: ég er eiginlega sannfærður um að hann hefur komið þessu á framfæri fyrr, en þessi yfirlýsing hans samræmist augljóslega ekki stefnu ríkisstjórnarinnar, þannig að þessu hefur sjálfsagt ekki verið hampað. Svo er auðvitað vel hugsanlegt að það hafi hreinlega ekki verið leitað til hans, enda virðist samninganefnd Svavars & Steingríms hafa talið að hún réði best við þetta sjálf en þyrfti ekkert á að halda ráðleggingum frá einhverjum útlendíngum.

Annars á það ekki að skipta neinu máli: ég hef það eftir einum af framámönnum ríkisstjórnarflokkanna (aðstoðarmanni forsætisráðherra, hvorki meira né minna) að það sé "sama hvaðan gott kemur", þannig að við skulum bara gleðjast yfir því að málsmetandi aðilar erlendis skuli taka afstöðu með Íslenskri þjóð.

Hilmar Ólafsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 16:14

6 identicon

Hjörtur Herbertsson, 10.1.2010 kl. 15:16

Ísland er hugsanlega ekki nafnli alheimsins, ef svo væri mundu líklega margir sýna málefnum Íslands meira furmkvæði.

Jón Jósef Bjarnason (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 16:18

7 identicon

 Þegar það er talað um að við eigum ekki að borga er alltaf vísað í reglugerðir EB um innistæðutryggingasjóð og samkvæmt þeim lögum er vissulega vafamál hvort við eigum að borga eða ekki.Vandamálið sem vill oft gleymast í umræðunni er að evrópureglurerðin skiptir engu máli varðandi þessa skuld vegna þess að hér voru sett ansi vafasöm neyðarlög í tíð ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og samfylkingar, sumsé landslög um það að innistæðueigendur í íslenskum bönkum fái innistæður sínar greiddar að fullu og ríkistrygging fyrir því. Neyðarlögin eru þess vegna ástæða þess að við getum ekki neitað að  greiða bretum og hollendingum innistæður sínar vegna þess að skv. 4. gr. EES laganna (sem hafa verið inleidd í landsrétt) er bannað að mismuna fólki á grundvelli ríkisfangs.Það læðist því að mér sá grunur að þeir sem segja að okkur beri ekki skylda til að greiða bretum og hollendingum annað hvort viti ekki af þessu atriði eða séu hreinlega að reyna að villa um fyrir mönnum vegna pólitískra hagsmuna.Til marks um þetta má benda á að í Icesave samningnum skuldbinda bretar og hollendingar sig til að kæra íslendinga ekki fyrir þessa mismunun sem felst í neyðarlögunum auk þess sem bretar og hollendingar tóku á sig að greiða allar innistæður yfir 20.000 evrum (3,7 miljónir ca). Þetta þýðir að við hefðum slopið við að borga tugmiljarða sem bresk sveitarfélög höfðu sett á icesave reikningana, þó okkur bæri skylda til þess.

guðmundur (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 16:28

8 identicon

Hilmar Ólafsson! Alain Lipietz var ekki spurður um neyðarlögin sem eru ástæða þess að við erum föst í þessu neti.

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 17:48

9 identicon

Svo er eitt skrýtið. Menn halda á lofti skuldunum og segja að við skuldum þessa upphæð (600-700 milljarða?) og taka ekkert inní eignirnar sem koma uppí (kannski 90%) og gleyma því þá (viljandi) að nefna heildarskuldina sem er hva ca. 70 milljarðar frekar en þessi 10x hærri upphæð. 

Svo skil ég ekki alveg þessa umræðu "við getum ekki borgað!" þegar ástarbréf seðlabankans eru 4x hærri upphæð en icesave skuldin og icesave skuldin er áætluð 10-15% af heildarskuldum ríkisins (hvernig "getum" við þá borgað allt hitt en ekki icesave?)

Geri einnig athugasemd við orðalagið ,,við eigum ekki að vera að borga skuldir einkafyritækja" þar sem þetta er orðið skuld ríkisins eftir fall bankans (lágmarksinnistæðurnar sem Ísland skuldbatt sig til að tryggja frá opnun reikninganna) . Svo gildir litlu þótt Íslandi beri ekki að borga skv. lögum því að Ísland lofaði þessu sama hvað enhver lög segja og þetta á eftir að eyðileggja orðspor og lánamál landans sama hvað einhver lög segja, ef við höfnum þessu alfarið.

Ari (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 17:57

10 identicon

Þeir bjartsýnisvindar sem nú fara um Ísland eiga eftir að fúlna á næstu dögum. Og ég tala ekki um eftir að skýrsla Rannsóknarnefndarinnar kemur út. Bretland og Holland eiga líka eftir að svara fyrir sig. Þá á ég við kerfið í Bretlandi og Hollandi, ekki álitsgjafar eða pistlahöfundar.

 Mér heyrist allar þessar bjartsýnisraddir vera of mikill diskant til að hægt sé að binda vonir við að einhver grunntónn raunveruleikans felist í þeim. Og svo er það auðvitað spurningin: Ætlum við ekkert að læra af þessu? Ætlum við alltaf að vera freka þjóðin út í ballarhafi sem aldrei sýnir heiðarlega takta? Ætlum við aldrei að gjalda fyrir heimsku okkar? Ætlum við alltaf að vera þjóðin sem spilar súkkat og er stikkfrí?

 Ég vona auðvitað það besta, en ég held að það sé holt fyrir okkur að þurfa gjalda heimsku okkar...að gjalda fyrir það að hafa verið með sofandi eftirlit, sofandi embættismenn, sofandi kjósendur. Að við skulum ekki hengja okkur núna á einhvern brotinn lagabókstaf - svona einsog svívirðulegustu lögfræðingar gera þegar þeir reyna að láta gaurildið sleppa. Því við erum gaurildi sem látum alltaf sem allt sé öðrum að kenna en okkur sjálfum. Og það er nú þannig að hver helvita maður veit að Icesave var svívirðilegt fjölmúlavíl, og því var plantað í útlandinu til að hala inn peninga af útlendingum í þágu nokkurra Íslendinga. Sá sem neitar því er fábjáni.

 Þjóð sem ekki viðurkennir það og heimtar þess í stað að allir aðrir séu skúrkar eða lögin nái ekki til þeirra, það er ekki þjóð, það er hópur af gaurildum og apaköttum.

Viskíprestur (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 18:20

11 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sæll Ari og fleiri sem hafa komið á bloggið í dag. Nýjasta útspil Sjálfstæðisflokksins er að segja nú 15 mánuðum frá því að þeir hurfu frá savnefndri dómstólaleið í fullu samráði við Breta og Hollendinga að nu skulum við bara fara dómstólaleiðina. Þetta er enn ein blekkingaraðferðin. Sjálfstæðismenn sömdu við Breta og Hollendinga í október 2008 um að fara ekki dómstólaleiðima heldir skyldi semja um málið sem þeir og gerðu.

Þetta nýja útspil er eins og hvert annað snakk, þeir hafa ekkert í höndunum um að þetta sé framkvæmanlegt, hvorki Bretar né Hollendingar hafa ljáð máls á því en slíka leið er ekki hægt að fara nema með samkomulagi allra viðsemjenda.

Þurfa ekki samtök atvinnurekenda að taka sig á og reyna að hafa vit fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins áður en þeim tekst hugsanlega að eyðileggja uppbyggingu atvinnulífsins með vanhugsuðum tillögum.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 10.1.2010 kl. 21:45

12 identicon

Frábær grein hjá greinarhöfundi.

Sýnir á einfaldan hátt hvað sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir í þessu erfiða máli.

" Lýðskrum, lýðskrum og aftur lýðskrum "

Að geta haft fleiri, fleiri skoðanir á því hvernig málinu sé best farið eins og Bjarni formaður hefur viðrað er beinlínis fyndið. Og gjammið í Sigmundi Davíð!!

Páfagaukaminni okkar íslendinga ríður ekki við einteyming ef við tökum eitthvað mark á fulltrúum þeirra flokka sem lang, langmesta ábyrgð bera á málinu.

Jóhann Kjartansson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 22:48

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég vil benda á tvennt og það er að eigur Landsbankans ganga upp í skuldina hvernig sem fer, þannig að við getum ekki sagt, við borgum ekki.

Annað að þegar lagaramminn hjá ESB frá 1994 sem rætt hefur verið svo mikið um og meðal annars af þingmanni ESB í silfrinu á sunnudaginn, var lögfestur á Alþingi 1999, var ekki settur við hann samskonar fyrirvari og t.d. Norðmenn gerðu gagnvart bankaútibúum og öðru ríki á EES/ESB svæðinu. Þetta kemur fram í greininni SOS eftir Jón Baldvin Hannibalsson á http://silfuregils.eyjan.is 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2010 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband