30.1.2010 | 12:40
Forsetinn að afla sér vinsælda
Efir fylgispekt við útrásarvíkingana og þann hörmulega endi sem það ævintýri fékk er Ólafurg Ragnar í mikilli þörf fyrir vinsældir. Hann virðist nota almenna óánægju fólks til að fiska í grugugu vatni.
Þessar yfirlýsingar hans eru auðvitað fáránlegar. Það er engin að kúga neinn.
Er hann að halda þv í fram að Geir Haarde, Íngibjörg Sólrún, Árni Matthiassen,Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur j Sigfússon eða stjórnmálamenn sem eru fulltrúar 88% þjóðarinnar hafi í 16 mánuði verið að semja við kúgara sína.
Komin er tími fyrir Ólaf Ragnar að meta hvert hann er að fara með þetta embætti sem honum var trúað fyeir.
Það er verið að kúga okkur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi færsla vakti hjá mér kátínu. Greinilegt að þú hefur ekki lesið blöð eða horft á fréttir síðustu tvö ár.
Góðar stundir.
Ellert Júlíusson, 30.1.2010 kl. 13:49
Það er rétt hjá þér að Ólafur hefur á stundum farið illa með þetta embæti. En nú er hann að gera það sem ríkisstjórnin átti að vera búin að gera fyrir löngu, sem er að segja okkar hlið á þessu máli og halda uppi vörnum fyrir okkur, það ber að þakka.
Bretar hafa nóg afl til að verja sig sjálfir og hafa enga þörf fyrir Steingrím í það lið, en það er ekki vist að hann skilji það. Þetta Iceave mál er einfalt en moðhausar bjuggu til á það flækjur sem er ekkert annað að gera við en að skéra frá.
Þegar það er búið þá vantar ekkert nema þjóðarsamstöðu og þá molnar þessi árás niður í duft í öfugum klóm Breska ljónsins.
Hrólfur Þ Hraundal, 30.1.2010 kl. 13:52
"Er hann að halda þv í fram að Geir Haarde, Íngibjörg Sólrún, Árni Matthiassen,Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur j Sigfússon eða stjórnmálamenn sem eru fulltrúar 88% þjóðarinnar hafi í 16 mánuði verið að semja við kúgara sína"
Já hann er að segja það og það með réttu, þótt að 88% atkvæða hafi verið bakvið þetta fólk er ekkert sem segir að þau hafi endilega rétt fyrir sér.
fylgispekt lafhræddra innlendra stjórnmálamanna við erlend ríki er til skammar.
Skríll Lýðsson, 30.1.2010 kl. 14:20
Þegar hrunið skall á var enginn viðbúinn stærðinni og enginn - hvorki hér né erlendis virtist vita hvernig ætti að taka á svona stóru máli -
Þess vegna voru Geir og Ingibjörg að reyna að átta sig á stöðunni með sérfræðingum stjórnarinnar - þegar Ingibjörg hljóp - gafst upp
þegar rykið settist eftir dósaberjarabyltinguna og jóhanna og steingrímur tóku við var vitað hvað þyrfti að gera - þau fóru bara ekki þá leið - núna virðast XD XB og VG vera að bræða eitthvað saman - enda hefur stjórnarandstaðan og utanþingshópar gert það sem gera þarf - sagt það sem þarf að segja. Stjórnin reyndi að blekkja þingið - það tókst ekki -
ólafur ragnar - vissulega er hann að klóra í bakkann eftir að hafa átt sinn stóra þárr í útrásinni - ég vildi gjarnan sjá hina - þessa með peningana - senda þá hingað og gera sitt til að endurreisa þjóðfélagið - fögnum því betrumbót hans -
kanski hefðum við átt að hlusta betur á Davíð Oddsson þegar hann sagði - við borgum ekki skuldir óreiðumanna í stað þess að úthrópa manninn.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.1.2010 kl. 20:08
Stjórnvöld bæði firr og seinna ráða ekki við ástandið það er ljóst! Við erum nær stjórnlaus og það sem stjórnin gerir fyrir okkur er ekki neitt nema skaði á skaða ofan!
Sigurður Haraldsson, 30.1.2010 kl. 22:23
Sælir piltar mínir. Eru þið í vinnu hjá smjörklípuliðinu sem notar þetta mál af miklum krafti til að draga athygli fjöldans frá öðrum miklu stærri málum sem eru í pípum og á borðum rannsakenda í þessu landi.
Staðreymdirnar tala sínu máli og það vita allir sem það vilja vita. Ábyrgð þjóðar á hegðun þegna sinna verður ekki frá henni tekin, þannig er það bara hvað sem líður þeim tilfinngalega rússíbana sem þjóðin er stödd í þessa dagana.
Rökin og tilfinningarnar fara ekki alltaf saman og nú eru það því miður rökin sem ráða för.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2010 kl. 10:28
Hólmfríður ef sú vinna sem ég stunda er ekki til handa þjóð vorri hvað er ég þá að gera?
Sigurður Haraldsson, 1.2.2010 kl. 02:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.