Óþolinmóður spyrill.

Gaman hefði verð að hlusta á þetta viðtal við forsætisráðherrann ef Þóra spyrill hefði sýnt þá  lágmarks kurteisi í viðtalinu að leyfa forsætisráðherranum að klára setningu án þess að grípa stöðugt fram í.

Sérstaklega var það bagalegt þegar Jóhanna ætlaði að skýra ókosti þess fyrir þjóðfélagið ef lögin um Icesave yrðu ekki staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Það er mín skoðun að aldrei fyrr í sögu Íslendinga hafi jafn mikil heimska riðið húsum eins og sú kolranga skoðun að Íslendingar eigi að fella lögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Það er eins og öll skilningarvit séu lokuð og fólk aðeins móttækilegt fyrir áróðri öfgamanna sem eru með Icesave á heilanum.

Fyrir liggur alveg kristaltært að frá því að forsetinn hafnaði lögunum hafa framtíðarhorfur okkar versnað mikið. Skuldatryggingarálag hefur hækkað og hvorki ríkissjóður né fyrirtæki geta tekið erlend lán við þessar aðstæður.

AGS dregur lappirnar og Norðurlandaþjóðirnar hreyfa sig ekki. Allt stefnir í langvarandi frost með stöðnun og stórauknu atvinnuleysi.  Fórnarkostnaðurinn yrði gríðarlegur eða réttara sagt kostnaðurinn af heimskunni væri gríðarlegur.  Því ekkert bendir til þess að við gætum fengið betri samning þó þessi mál færu seint og um síðir fyrir dómstóla þvert á móti er miklu líklegra að við ættum kost á mun verri samningi.

Hvers vegna í ósköpunum er svona erfitt að skilja þessar einföldu staðreyndir.


mbl.is Skynsamlegt að fá erlendan samningamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Er þetta ekki dæmigerð skoðun.Jóhana sagði akkúrat ekki neitt.Þessir sem þú kallar öfgamenn eru ekki þeir sem vilja keyra þjóðfélagið í gjaldþrot.Heldur þeir öfgamenn sem vilja keyra það í EU og gjaldþrot.

Haraldur Huginn Guðmundsson, 2.2.2010 kl. 21:20

2 Smámynd: Skarfurinn

Þetta var ótrúleg frekja og kjaftavaðal í henni Þóru Arnórsdóttur að leyfa Jóhönnu ekki að svara einni einustu spruningu í þættinum, eftir þetta held ég að Þóra ætti að halda sig við fíflaganginn í Útsvari eða skipta bara um starf.

Skarfurinn, 2.2.2010 kl. 21:32

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þóra langbesti spyrillin hjá RUV. hún er betur inn í málum en margur annar.

Átti bara láta Jóhönnu endurtaka sömu rulluna aftur og aftur.?

Ragnar Gunnlaugsson, 2.2.2010 kl. 21:51

4 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Þátturinn hefur takmarkaðan tíma og það þýðir ekkert að svara í ræðum, bara að svara einfalt!

Sævar Guðbjörnsson, 3.2.2010 kl. 01:55

5 identicon

Álagið hefur hækkað, rétt er það.

Krónan hefur styrkst (hvað sem veldur), samúð erlendis hefur aukist, forsætisráðherra farin að viðurkenna augljós mistök og umræða virðist hafin um mögulega endurskoðun vaxtaálags.

Hvor setningin er lengri ??

runar (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband