Stutt í yfirlætið.

Það er stutt í yfirlætið og dónaskapinn þegar forsætisráðherrann er annars vegar. Skyldi það vera af því að hún er kona. Gæti líka verið af því að hún er vinstri sinnuð og hægri menn sem hafa sig mest í frammi við að sýna henni dónaskap og yfirlæti þola alls ekki að vinstri menn skuli stjórna landinu.

Ekki þýðir að segja að yfirlætið stjórnist af því að forsætisráðherrann stýri landinu verr en forverar hennar því þeir settu landið á hausinn.  Hún er þvert á móti að stýra landinu betur því það er að rísa úr öskustónni þó hægf fari enda gerir stjórnarandstaðan allt sem í hennar valdi stendur til að hindra framfarir og því miður líka nokkrir stjórnarsinnar við nefnum engin nöfn.


mbl.is Óvenjulegt tilvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þetta ansi vel orðað hjá þér, ekki síst "Ekki þýðir að segja að yfirlætið stjórnist af því að forsætisráðherrann stýri landinu verr en forverar hennar því þeir settu landið á hausinn". 

Finnst þetta segja allt sem segja þarf :-)

ASE (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 20:25

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vísir.is og Bylgjan eru Baugsmiðlar, ekki satt?

Þar var forvitnileg skoðanakönnun 2. þessa mánaðar:

Reykjavík síðdegis spurði: Hvernig finnst þér fyrsta vinstri stjórn lýðveldisins hafa staðið sig á fyrsta starfsárinu? – Niðurstöður: Vel: 20%, sæmilega: 16%, illa: 64% (sbr. vefsíðu mína). – getur ástandið orðið verra?

Jón Valur Jensson, 5.2.2010 kl. 21:27

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Treysti fram á síðasta dag að það sé afmarkaður hópur hægri manna og andstæðingar vinstri stjórnarinnar sem svara mest spurningum og könnunum Bylgjunnar (og Útvarpi sögu).  vonandi á hinn þögli meirihluti eftir að láta til sín taka :)

Þórdís Bára Hannesdóttir, 5.2.2010 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband