26.4.2010 | 23:00
Makalaust.
Alveg er makalaust að hlusta á hægri menn í stjórnarandstöðunni þegar þeir sífellt kenna ríkisstjórninni um stöðuna í atvinnumálum. Það mætti halda að ríkisstjórnin hafi staðið fyrir hruninu.
Allir vita að þetta er kolröng hugsun því það voru hægri menn sem stóðu fyrir mestu afglöpunum sem síðan leiddu til hrunsins.
Hverjir stóðu að því að einkavæða ríkisbankana og nánast gefa þá óhæfum mönnum?
Hverjir stóðu fyrir því að lög og reglur um fjármálafyrirtæki voru í skötulíki?
Hverjir lögðu grunninn að eyðileggingu sparisjóðanna með því fáránlega uppátæki að selja stofnfé á uppsprengdu verði?
Svona mætti lengi telja.
Það er auðvitað fáránlegt að hægri menn skuli yfirleitt voga sér að kenna umbótaöflunum sem nú fara með landsmálin, um ófarir þjóðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Leysir fortíðarmóðursýkin vanda samtímans...?
Halldóra Hjaltadóttir, 26.4.2010 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.