16.10.2010 | 22:28
Óhjákvæmilegur endir.
Undirrituð var mjög hissa þegar aftur var farið að tala um flatan niðurskurð á húsnæðisskuldum. Þetta gat auðvitað aldrei gengið og er mér hulin ráðgáta að einhverjum skyldi einhverntímann detta það í hug. Auðvitað hefur aldrei verið neitt inn í myndinni annað en að beina kröftunum að þeim sem verst eru settir.
Ekki þarf langan pistil til að rökstyðja þetta. Ríkissjóður er tómur og meira en það. Það vita allir. Íbúðalánasjóður er stærsti lánveitandi húsnæðislána Flatur 18% niðurfelling myndi kosta Íbúðalánasjóð 120 milljarða króna. Ríkissjóður gæti auðvitað aldrei borgað það. Ekki einu sinni þó að upphæðin væri 12 milljarðar en ekki 120. Þessi hugmynd var einfaldlega alveg út í bláinn. Lífeyrissjóðirnir mega aldrei koma að svona málum þeir hafa einfaldlega enga heimild til þess.
Þurfti tvær vikur til þess að komast að þessum einföldu staðreyndum.
Hagsmunasamtökin dregin á asnaeyrunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:34 | Facebook
Athugasemdir
Hvað á þá að gera? Þeir sem segja að almennniðurfærsla sé ófær, bendi á eitthvað annað.
Arnar Ívar Sigurbjornsson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 23:23
Í mínum huga er málið augljóst. Bankarnir geta fellt niður skuldir af yfirveðsettum eignum af því að þeir eru þegar búnir að tapa þessum peningum. í þessari stöðu skiptir það Íbúðalánasjóð eða banka ekki máli hvort þeir afskrifa skuldirnar fyrir galdþrot viðkomandi og eða hvort það er gert eftir að viðkomandi er orðin gjaldþrota.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 16.10.2010 kl. 23:37
Og við eigum semsagt að sætta okkur við að fjármálastofnanir sem spiluðu rassinn úr buxunum sendi okkur reikning fyrir sukkinu. Nei takk kærlega.
Sigurður Sigurðsson, 16.10.2010 kl. 23:55
Sæl vertu.
Því miður gildir það sama um ríkið og bankana varðandi " yfirveðsetningu " þ.e. of stór hluti skulda er þegar tapaður, og sökum þess er hægt að færa niður ákveðna prósentu skulda í raun, þótt slíkt muni ekki leysa allan vanda.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.10.2010 kl. 00:24
Lífeyrissjóðir stofnuðu Framtakssjóð og lögðu 60 milljarða í það ævintýri í 2 hlutum. Það þarf að huga að hversu margar eignir bankar og aðrar fjármálastofnanir eiga á lager hjá sér. Þær eignir eru að halda fasteignaverði niðri. L'ifeyrissjóðir eru nú þegar búnir að afskrifa talsvert fé þannig að það er ekki rétt hjá þér að þeir megi það ekki.
Hafþór Baldvinsson, 17.10.2010 kl. 03:01
Ágæt lausn. En hvað með þá sem enn halda störfum en eru tæpir og missa kanski vinnu, þá myndast vanskil, á þá að vera opin tékki í bönkm og íbúðarlánasjóði til björgunar.
Íbúðarlánsjóður hlýtur að koma inní dæmið.
Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 08:48
Sæl Guðrún
Er ekki alveg sammála þér. Þarna er reginmunur. Allar lánastofnanir, bankar,íbúðalánasjóður, lífeyrissjóðir hafa heimild til að afskrifa það sem þeir hafa þegar tapað og það gera þessir aðilar daglega. Almenn 18% niðurfærsla er allt annað mál.Þar hafa þessir aðilar engar heimildir nema fá peninga í staðinn úr ríkissjóði.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.10.2010 kl. 10:25
Sæl Bára. Takk fyrir pistilinn.
því miður vantar mannréttinda-ábyrgðina inn í allar aðgerðir eða aðgerðarleysis-lausnir ríkisins. En treglega gengur að snúa svo stórri skútu sem ringlaðri Íslenskri þjóðarskútu frá villuvegi embættis-auðvald-forréttinda til jöfnunar og réttlætis! það er það síður en svo nýtt í stjórnmálum Íslands að "svik" séu eina lausnin!
En sumir eru með vel smurt málbein til að tala um réttlæti núna, sem aldrei hafa kært sig í raun um réttlæti fyrir alla, heldur einungis sumar flokksbundnar "réttlætis-hugmyndir"???
Ég á erfitt með að skilja forgangsröðina miðað við að við teljum okkur til þróaðra ríkja?
Efst í forgangsröðuninni ætti að mínu viti að veru sú að tryggja öllum húsa-skjól, næringu og nauðsynleg lyf!
Ef svikinn ellilífeyrisþegi er neyddur til að sækja sér mat og pening fyrir lyfjum til hjálparstofnana til að bjarga efnahagsástandinu, þá skulu allir aðrir einnig þurfa að gera það!!!
Sveitarfélög og ættingjar eiga ekki að þurfa að taka á sig svik ríkisins við stjórnarskrána! Ekki í nokkru einasta máli!
Stjórnarskráin (65.gr.) segir að: allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna".
Ef þessi grein stjórnarskrárinnar er ekki virt, þá er verið að brjóta stjórnarskrána og öll lög sem fyrirskipa annað eru marklaus og þarf því ekki að fara eftir þeim lögum!!! Stjórnarskráin er æðri ómerkum lögum sem fyrirskipa stjórnarskrárbrot í þágu embættismanna í ýmsum vafasömum stöðum!
Er einhver sem getur hrakið þessi rök mín á löglegan hátt?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.10.2010 kl. 12:49
Sæl Anna
Held að flestir séu komnir á þína skoðun hvar í flokki sem menn eru. Auðvitað verður að aðstoða þá sem verst urðu úti þegar nátúruhamfarirnar, bankahrunið dundu yfir. Þeir sem verst urðu úti voru þeir sem tóku ranga ákvörðun á röngum tíma og fjárfestu rétt fyrir hrunið.
Hins vegar getum við ekki röksutt það með stjórnarskránni. Allir eru jafnir fyrir lögunum stendur þar en það er ekki nákvæmlega sem við erum að tala um
Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.10.2010 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.