Ríkisstjórnin sterkari en áður.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hjá VG var mjög ánægjuleg og gerir ríkisstjórnarsamstarfið sterkara en áður. Eftir þessa atkvæðagreiðslu ættu öfgamenn og ýmsir eftirlaunakommar í VG að gera sér ljóst að flokkurinn ætlar að klára ESB aðildarviðræðurnar og leggja síðan málið í dóm kjósenda.

Auðvitað eru það sjálfsögð mannréttindi að fólk fái að kjósa um ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Mikið svakalega hafa þeir menn vondan málstað sem ítrekað reyna að koma í veg fyrir það að fólk fái að nota sinn lýðræðislega rétt.


mbl.is ESB tillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Finnst þér að það sé verið að koma fram við okkur á lýðræðislegan hátt....

Þessi Ríkisstjórn á ekki marga lífdaga eftir....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.11.2010 kl. 08:29

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ég get ekki talið lífdagana nákvæmlega en mér telst til að hún eigi u.þ.b. 800 lífdaga eftir eða til mai 2013 þegar kjörtímabilinu lýkur.

Já mér finnst að komið sé lýðræðislega fram við okkur. Ef eitthvað er óþolandi í pólítík þá eru það menn eins og Ásmundur Einar Daðason sem stöðugt er að reyna að hafa vit fyrir fólki í stað þess að treysta fólki og dómgreind þess. 

Ef ESB er að reyna að breyta til batnaðar úreltri stjórnsýslu landbúnaðarmála á Íslandi þá er það mjög til góða og engin þarf að hafa áhyggjur af því.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.11.2010 kl. 09:50

3 Smámynd: Halla Rut

Er þetta ekki einu mestu kosningasvik sem sést hafa? Þ.e.a.s. að VG segi já við ESB, flokkurinn sem barðist allra flokka harðast gegn ESB fyrir kosningar. Má segja að got gegni þeirra í kosningum hafi einmitt verið vegna þessa. Eigum við ekki að geta treyst á þá stefnu sem flokkarnir setja fram fyrir kosningar eða skiptir ekki lengur máli hvað fólk segir og æra orðin einskyns virði?

Halla Rut , 21.11.2010 kl. 11:33

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sæl Halla

Held að þu misskiljir þetta eitthvað. VG og Samfylkingin gerðu samkomulag við myndun ríkisstjórnarinnar um að VG gerði ekki athugasemd við aðildarviðræður við ESB gegn því að v G fékk mörg sín mál inn í stjórnarsáttmálan,

Svona ganga nú kaupun á eyrinni. Sá flokkur sem svíkur slíkt samkomulag er einfaldlega að dæma sig í langa útlgð í pólitik. Ert þú að leggja það til?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.11.2010 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband