Fluggáfað fólk á stjórnlagaþing.

Hrein unun var að hlusta á viðtal við þau tvö sem fengu flest atkvæði á Stjórnlagaþing þau Þorvald Gylfason prófessor og Salvöru Nordal forstöðumann Siðfræðistofnunar í Háskóla Íslands.

Loksins komu fram stjórnmálamenn sem eru langt fyrir ofan meðaltal í andlegu atgerfi og atorku. Það verður mjög spennandi að fylgjast með þeim og öðrum fulltrúum á stjórnlagaþingi.  Þetta fólk hefur alla burði til að vera forystumenn í íslenskum stjórnmálum. Það verður mikil og góð tilbreyting að fylgjast með þessu fólki í stað meðalmennskunnar sem því miður situr nú á Alþingi Íslendinga. 

Til hamingju Ísland með þessa glæsilegu fulltrúa á Stjórnlagaþing.  


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Áttu ekki við til hamingju höfuðborgarsvæðið?

Einar Þór Strand, 30.11.2010 kl. 22:11

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, til hamingju Ísland, stjórnlagaþingið er staðreynd, við væntum okkur mikils af þinginu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.11.2010 kl. 22:18

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sæll Einar

Auðvitað hefði verið betra að fleiri fulltrúar kæmu af landsbyggðinni en í þessu máli ætti það ekki að skipta miklu máli.Þegar stjórnarskráin á í hlut hafa allir sömu hagsmuni hvar sem þeir búa.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 30.11.2010 kl. 22:33

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki hef ég lesið mikið eftir Salvöru Nordal né heyrt mikið frá henni. Því get ég ekki dæmt hana, vona að þarna sé ágætis manneskja á ferð.

Um Þorvald Gylfason er annað að segja, hann hefur verið duglegur að tjá sig, bæði í ljósvakafjölmiðlum, einkum RUV, sem og Fréttablaðinu. Það sem hann hefur sagt og skrifað bendir hvorki til skynsemi né andlegrar atorku. Frekar hægt að tala um lágkúru.

Hans aðalsmerki er fyrirlitning á öllum þeim sem hann telur sér lægri að tign, einstrengislegar skoðanir og yfirgangur.

Sem betur fer eru nokkrir ágætir og vel frambærilegir einstaklingar sem fengu brautargengi á stjórnlagaþing. Hvort þeir ráða við að hemja Þorvald Gylfason verður að koma í ljós, en ef það tekst ekki munum við horfa með hryllingi til þessa stjórnlagaþings og starfsaðferðir þess.

Gunnar Heiðarsson, 30.11.2010 kl. 22:39

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sæll Gunnar

Held að þú misskiljir Þorvald Gylfason algerlega, Þú finnur ekki kurteisari mann og hroki er honum framandi.

Hins vegar er hann hugrakkur baráttumaður. Eiga ekki góðir stjórnmálamenn að vera þannig?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 30.11.2010 kl. 22:57

6 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er bara þannig að þetta kallar á að við kljúfum landið og lokum höfuðborgarsvæðið af enda hefur landsbyggðin ekki efni á að halda áfram að halda uppi kaffihúsaspjallinu þar.

Einar Þór Strand, 1.12.2010 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband