Orð í tíma töluð.

Jóhanna talaði mjög skýrt til samstarfsflokksins í dag.  Hún sagði einfaldlega við höfum gert stjórnarsáttmála.  Þeir sem vilja ekki virða hann eru að leika sér að eldinum. Þeir sem stunda þannig einleik geta ekki alltaf gert ráð fyrir að allt fari vel að lokum.

Þetta er hárrétt hjá Jóhönnu. Í stjórnarsáttmálanum er m.a. sagt að það eigi að sækja um aðild að ESB og að það eigi að búa til eitt atvinnumálaráðuneyti svo dæmi séu tekin.  Auðvitað þýðir ekkert fyrir VG að segja núna við erum á móti þessu en við viljum samt halda áfram með ríkisstjórnina.  Þetta er barnaleg afstaða og gengur auðvitað ekki upp.

Ætla VG að fá þá arfleið að þeir séu óstarfhæfir í ríkisstjórn vegna innbyrðisdeilna.  

Ef Jóhanna neyðist til að slíta stjórnarsamstarfinu sem alls ekki er ólíklegt ef heldur fram sem horfir þá mun líða mjög langur tíma þar til einhver þorir að bjóða VG í stjórnarsamstarf. 


mbl.is Eru að leika sér að eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

halló

Þórdís Bára Hannesdóttir, 30.1.2011 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband