9.7.2011 | 15:13
Niðurstaða Hagstofunnar passar ekki við áróður Morgunblaðsins.
Hagstofa Íslands sem er hlutlaus ríkisstofnun birti í gær spá um hagvöxt á næstu tveimur árum.
Skv. spánni mun hagvöxtur aukast um 2,5% á þessu ári og 3,1% á næsta ári.
Þetta er niðurstaða Hagstofunnar sem hefur fram að þessu notið trausts landsmanna enda engin ástæða til annars. Hagstofan hefur aldrei verið uppvís að óheiðarlegum vinnubrögðum enda er þetta eina stofnunin á Íslandi sem rannsakar efnahagsmál á hlutlausan hátt.
Þessi spá Hagstofunnar passaði náttúrulega ekki við áróður Morgunblaðsins.
Morgunblaðið birti í morgun stórar fyrirsagnir á bls. 1 og 2 um að hagvaxtarspáin væri ekki trúverðug. Þarna er reynt að gera þessa hlutlausu spá tortryggilega á allan hátt.
Ekki nóg með það heldur er í Staksteinum ráðist á fréttastofu RUV af því að hún sagði skilmerkilega og á hlutlausan hátt frá hagvaxtarspá Hagstofunnar.
Hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi? Getur fólk ekki lengur fengið hlutlausar fréttir án þess að ritstjórar Morgunblaðsins og aðrir öfgamenn dragi þær í svaðið af því að þær passa ekki í áróður þeirra á móti ríkisstjórninni
Auðvitað er hér um stóralvarlegt mál að ræða sem hlýtur að misbjóða öllu sanngjörnu fólki á Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Síðan hvenær er Hagstofa Íslands hlutlaus stofnun????? Fyrir nokkrum árum var Þjóðhagsstofnun lögð niður vegna þess að niðurstöður þeirrar stofnunar féllu ekki ráðamönnum í geð og starfsemin var færð til Hagstofunnar..... Hvers vegna ætli það hafi verið????
Jóhann Elíasson, 9.7.2011 kl. 18:02
Þú spyrð hversvegna Þjóðhagsstofnun hafi verið lögð niður, Samkvæmt mínum upplýsingum ákvað fyrrverandi ráðherra , núverandi ritstjóri að loka stofnuninni í bræðiskasti vegna þess að stofnunin var ekki tilbúin að skrifa uppá einhverja snilldarefnahagsaðgerð hjá ríkisstjórninni.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.7.2011 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.