10.7.2011 | 12:42
Spákaupmenn að eyðileggja húsnæðismarkaðinn.
Mjög athyglisverð úttekt á húsnæðismálum var gerð í helgarblaði Mbl. Þar kemur fram að hækkun á íbúðarverði undanfarið stafar ekki af auknum kaupmætti og möguleikum unga fólksins til að kaupa íbúðir heldur á þessi hækkun rætur að rekja til spákaupmanna sem kaupa nú íbúðir í stórum stíl í stað þess að ávaxta peningana í banka.
Þetta orsakar falskt verð á íbúðum því staðreyndin er sú eins og fram kemur í úttektinni að stöðugt færri komast nú í gegnum greiðslumat til að kaupa íbúðir á því verði sem býðst í dag.
Þessi falska eftirspurn spákaupmanna er því að eyðileggja möguleika ungs fólks til þess að kaupa íbúðir á því verði sem efnahagur þess í dag gerir mögulegt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.