17.8.2011 | 19:13
Stóraukið fylgi við Samfylkinguna.
Í gær setti ég fram þá skoðun að fylgi Samfylkingarinnar muni aukast upp í 40 til 50% vegna afstöðunnar til ESB.
Málið er ótrúlega einfalt við nánari skoðun.
Aðildin að ESB verður kosningamál í næstu kosningum. Þannig hefur það alltaf verið um stór utanríkismál.
Reynslan sýnir að já og nei hreyfingar um aðild að ESB hafa tilhneigingu til að vera mjög svipaðar.
Þeir sem styðja aðild að ESB hafa einfaldlega ekki um annan möguleika að velja en að kjósa Samfylkinginu því að gamaldags forsjárhyggjumenn hafa tekið völdin í öllum hinum flokkunum.
Þeir ætla ekki einu sinni að leyfa sínum flokksmönnum að kjósa um þetta sjálfsagða mál. Því þeir vilja að fólk segi nei áður en það sér samninginn.
Hverjir ætla að láta bjóða sér slíka forneskju??
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.