AGS var ekki ófreskja.

Samstarf okkar við AGS gekk mjög vel. Um það eru allir sammála.

Í upphafi litu margir málsmetandi menn í Sjálfstæðisflokknum og VG á AGS sem ófreskju sem bæri að forðast.

Þegar upp er staðið hafa þessir aðilar haft eins rangt fyrir sér og hugsast getur.

Áfram heldur þessi mikla hræðsla við útlendinga. 

Nú er ESB ófreskjan mikla sem hugsar um það eitt að gleypa landið og þjóðina í einu lagi.  Er ekki komin tími til að hætta þessu rugli og segja bless við vanmáttakendina.

ESB er engin ófreskja frekar en AGS heldur er þetta bandalag þjóða um frjálsa verslun og viðskipti og ekkert annað.

Engin hjá ESB hefur áhuga á að gleypa litla Ísland. 

 

 


mbl.is Samstarfið betra en ég reiknaði með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Nei.... ekki ófreskja heldur skrímsli sem hafði skussana-pólitíkur í vasanum.

Sjallarnir gengu þrátt fyrir allt frá AGS áður en Seingrímur kom að katlinum.

ESB hefur stóra hagsmuni hér þar sem að um fimmti hver fiskur veiddur í Evrópu er Íslenskur.

Frjáls verrslun og viðskipti er síðan fyrir þá sem eru "memm" en höft á þá utan (Kína / USA t.d.) og að binda okkur við brennandi hús væri seint talið gáfulegt.

Óskar Guðmundsson, 26.8.2011 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband