15.9.2011 | 21:03
Heimska.is
Fyrir nokkrum dögum birti félagsskapurinn skynsemi.is hvatningu til landsmanna um að draga ætti umsóknina um ESB til baka.
Á sama tíma var birt niðurstaða skoðunarkönnunar sem sýndi að 67% þjóðarinnar vilja ekki draga umsóknina til baka.
Þetta eru ákaflega merkilegar niðurstöður vegna þess að forysta Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG sem standa fyrir 65 - 70% þjóðarinnar hafa allir lagt til að umsóknin um ESB verði dregin til baka.
Hvernig má þetta vera. Þetta sýnir svart á hvítu að íslendingar vilja ekki gamaldags forræðishyggju.
Fólk vill ráða sjálft hvað það velur. Þeir hafna því að forystumenn reyni að hafa vit fyrir þeim.
Af þessum ástæðum ættu forystumenn þessara þriggja stjórnmálaflokka að stofna félag sem hefði netfangið Heimska.is.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.