26.7.2013 | 09:19
Kosningaloforðin orðin að engu.
Það er ótrúlegt hvað auðvelt er að blekkja þjóðina.
Í kosningunum í vor settu Framsóknarmenn á svið leikþátt sem byggður var á hálfsannleik og komust þannig til valda í þjóðfélaginu.
Blekkingin fólst í því að telja fólki trú um að hægt væri að fá peninga frá hrægömmunum sem eiga stórar kröfur á gömlu bankana. Látið var líta þannig út að þetta væri e.k. aukapeningur sem ríkið myndi fá í hendur og síðan væri hægt að dreifa til þeirra sem höfðu orðið fyrir svo nefndum forsendubresti.
Þegar betur er að gáð þá er þarna auðvitað ekki um neinn aukapening að ræða. Heldur er eru þessar eignir hrægammanna að stærstum hluta einfaldlega skuldir ríkissjóðs. Með því að fá afslátt af kröfum hrægrammanna munu skuldir ríkissjóðs lækka.
Það er algjörlega augljóst og hefur alltaf verið að auðvitað verða þessir peningar notaðir til þess að lækka skuldir ríkissjóðs. Auðvitað mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og ráðherrar stærstu útgjaldaflokka ríkissjóðs þ.e. Illugi menntamálaráðherra og Kristján þór heilbrigðisráðherra aldrei samþykkja annað en að peningarnir verði notaðir til að lækka skldir ríkissjóðs. Slíkar eru kvalir þeirra dags daglega við að reka stofnanir ríkisins.
Gaman verður að fylgjast með því hvaða leikþátt framsóknarmenn setja á svið þegar fólkið loksins fattar blekkingar kosninganna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.