18.4.2007 | 15:30
Menn fastir á gistiheimilum.
Forsætisráðherra góðærisins, félagsmálaráðherra, bæjarstjórar og fleiri mektarmenn sem ráða hér ríkjum. Leggið við hlustir um það sem skiptir máli.
Það hafa samband við mig menn við og við, (síðast rétt áðan) vegna húsnæðisvanda síns. Þessir tilteknu menn eru búnir að búa á gistiheimili í 2 ár. Aðbúnaður þeirra er ömurlegur. Eitt herbergi til að sofa í, sameiginlegt klósett og baðaðstaða. Mátulega huggulegt. Mennirnir þarna er fastir í gildru fátæktar ef svo má segja. Þessir menn eru báðir 75% öryrkjar. Tekjurnar um 91 þús kr eftir skatt. Ágætir menn, báðir, ,,öngvir" aumingjar, báðir sjúklingar og hafa ekki tök á að bæta við sig tekjum. Þeir komast hvergi. Þeir segjast alveg vera að gefast upp andlega. Það er skömm að þvi hvernig er farið með þá og annað láglaunafólk hér á landi. Annar þessara tilteknu manna kom í sjónvarpið fyrir ekki svo löngu í ,,Ísland í dag". Aðstæður hans hafa ekkert breyst, hann er bara örlítið þunglyndari.
Það er hægt að búa svona í skamman tíma en ekki lengi. Farandverkamenn láta sig hafa þetta því þeir vita að þeir komast aftur heim. Forráðamenn stjórnmálaflokka! Hvers vegna er þetta aldrei ,,uppá dekki" hjá ykkur? skipta þessi atkvæði engu máli? Forystumenn verkalýðsmála! afhverju heyrist ekki neitt frá ykkur um húsnæðisvanda láglaunafólks? eruð þið steindauðir? Það er fullt af húsnæði hér á landi sem stendur autt. Bankarnir lána bara ríka fólkinu. Þeir bíða bara rólegir. Það kemur einhver og kaupir fyrir rest. Bara ekki fátæka fólkið. Íbúðalánasjóður lánar ekki fátæku fólki. Það þarf að vera til sparifé 10% af íbúðarverði. Hvernig á þetta fólk að spara. Hvar fær það lánað fyrir 10% . Afhverju er ekki 100% lán hjá íbúðalánasjóði með veði í íbúðinni. Hvar á þetta fólk að búa? Spyr sú sem ekki veit.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Facebook
Athugasemdir
Virkilega fín grein hjá þér, Þórdís, ég fann ekki atriði sem ég er ósammála.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2007 kl. 20:49
Já þetta er nú meiri skelfingin, svo segir maðurinn: "Ísland, best í heimi" maður fer nú að spyrja sig tvisvar að því.
lilja (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 23:10
Gjörsamlega sammála þessari grein þinni Þórdís, þetta sukkar feitt eins og krakkarnir mundu orða það. Þessi ríkistjórn er til skammar og ef fólk er annt um náungan þá kýs það þess stjón "úr valdi" og hana nú.
Linda, 18.4.2007 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.