28.4.2007 | 17:36
Hægri stefna í skattamálum á Íslandi.
Þrátt fyrir að ekki komist neitt annað að hjá sjálfstæðismönnum en velferðarsamfélag er augljóst að í raun er hér rekin rót´tæk hægri stefna í skattamálum mjög andstæð láglauna og öllu almennu launafólki.
Hér á landi borga allir 35,72% tekjuskatt og er sennilega eina Evrópulandið þar sem er eitt skattþrep, annarstaðar greiða hinir tekjuhærri hlutfallslegahærri tekjuskatt. Hér var reyndur smávegishátekjuskattur aðeins 4% en það var of mikið fyrir hægri mennina svo sjálfstæðisflokkurinn afnam hann.
Þarna er mikil hægri stefna og óréttlæti. Til viðbótar má nefna að þegar staðgreiðslan var ákveðin 1987 þá átti persónuafsláttur að fylgja verðlagshækkunum samkvæmt staðgreiðslulögunum. Við það var ekki staðið og hækkaði persónuafsláttur miklu minna en almennt verðlag sem þýðir að núna tuttugu árum seinna borgar fólk sem er t.d með 130 til 140 þús kr. á mánuði 15 til 20 þús kr. í skatta en hefði engan skatt borgað ef staðið hefði verið við lögin. Þannig er skattbyrði á lágtekjufólk núna miklu meiri en hún var fyrir 1987. Af þessum ástæðum fyrst og fremst hefur kaupmáttur lægri launa hækkað mun minna en kaupmáttur þeirra tekjurhærri. Þetta liggur alveg ljóst fyrir og er óskiljanlegt að fólk sé að deila um einfaldar staðreyndir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú talar stanslaust um að fólk (sjálfstæðisfólk) deili um einfaldar staðreyndir. Svo segir þú að allir borgi 35.72 % skatt. Það er ekki staðreynd og ég útskýrði það í athugasemd við færsluna hér að undan. Er von á 3 færslunni í röð þar sem þú heldur því fram að láglauna fólk borgi annðhvort HLUTFALLSLEGA meira eða jafn mikið og tekju háir. Kaupmáttaraukning þýðir að hægt er að kaupa meira nú en áður þegar búið er að reikna inn verðbólgu og skatta. Er aðalmálið þá að fólk borgar skatt? Er þá betra að vera með ögn minna á milli handanna svo framalega sem menn borgi ekki skatt. Það er skrítin hagfræði er það ekki? Það má alltaf deila um hvað er nóg kaupmáttaraukning en hún verður aldei jöfn yfir landslýð
Best væri líka að allir hluthafar í hlutafélagi fengju sömu krónutölu í arð alveg óháð eignarhluta
Víðir (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 23:17
þetta er alveg rétt ´hjá þér Þórdís, ekki láta einhvern sjálfstæðilubba sem er of tekjuhár og skíthræddur við að breytingar verði í skattakerfinu "ekki honum í hag" segja annað. Þú segir það sem er vitað mál, hlutfallslega borga tekjulægstir meiri skatt enn þeir tekjuhæsðstu til þess að vita þetta þarf ekki að vera séní.
Linda, 29.4.2007 kl. 05:33
Kaupmáttaraukning hefur aukist en meira hjá sumum en öðrum er það ekki rétt Víðr?
Þórdís Bára Hannesdóttir, 29.4.2007 kl. 09:54
Það er alveg rétt og allt annað mál en skattgreiðsla. Skattgreiðslan ER bæði hlutfallslega og krónutölu hærri eftir því sem tekjur hækka.
Kaupmáttaraukning getur aldrei orðið jöfn yfir línuna þegar unnið er með prósentur. Ég er ekki að segja að tekjulágir hafi það of gott þvert á móti. Það er bara mjög erfitt að bæta hag þeirra umfram aðra því það kemur alltaf næsti hópur við og vill fá sitt. Fyrir nokkrum árum var krafa um að lægstu laun yrðu 100þús. Þegar það tókst var það ekki nógu gott því tekjuhærri höfðu þá líka hækkað.
Hækkun persónuafsláttar og hærri laun koma tekjulægstu einna best. En það verður alltaf einhver með lægstu tekjurnar.
kveðja Víðir
Víðir (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 17:50
Víðir, þetta er hárrétt sem Þórdís bendir á, þarna er á ferðinni einstaklingshyggjan sem sjálfgræðisflokkurinn stendur fyrir, þeir virðast hafa gleymt að það er til fleira fólk en kvótagreifar og ríkisbubbar sem þeir eru að þjóna. Þetta hefur einkennt þeirra stjórn, að hygla að þeim hæstlaunuðstu. Nýjasta dæmið sem sannar það er þegar þeir voru að fikta í hátekjuskattinum, sem kom engum til góða nema þeim ríkustu. Eða eins og Þórdís bendir réttilega á þegar hún skrifaði: "Þarna er mikil hægri stefna og óréttlæti. " Guð blessi þig Þórdís fyrir þessi vönduðu skrif.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.4.2007 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.