Kastljósið í kvöld.

Geir kom ekkert á óvart í Kastljósinu í kvöld þar sem hann svaraði öllum spurningum Vigdísar  Hjaltadóttir og Helga Seljan skilmerkilega.  Ég segi skilmerkilega því þó hann svaraði ekki alltaf beint mátti lesa viðhorf hans til ýmissa málflokka varðandi jöfnuði í samfélaginu. Geir virtist ekki undirbúinn fyrir spurninguna um tannlækningakostnað barna en sú umræða hefur verið mjög mikið í umræðunni undanfarið.  Hann svaraði að þann málaflokk þyrfti að skoða en tannlæknakostnaður ætti ekki að vera ókeypis.  Hann svaraði spurningunni hvort ætti að leggja af skólagjöld/innritunargjöld og bókakostnað í framhaldsskólum og fannst honum ekki þörf á að leggja slíkan kostnað af.

Niðurstaðan er sú að Geir virðist ekki vera með á nótunum þegar til umræðu eru mál sem brenna á almenningi. Hann er að hugsa um eitthvað annað því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

verð að kíkja á þennan þátt á rúv.is fljótlega, svo ég geti kommnetað  

Linda, 1.5.2007 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband