5.5.2007 | 16:20
Jafnrétti til náms á Íslandi?
Afhverju sagði Þorgerður Katrín í sjónvarpinu í dag, að það væri hvergi meira jafnrétti til náms eins og á Íslandi. Þetta er ekki satt hjá henni. Það er meira jafnrétti til náms t.d. i Danmörku. Þar fá allir sem eru í menntaskóla og háskóla styrk að upphæð 4 þús kr. dönskum á mánuði. Bækur fyrir nemendur í framhaldsskóla eru ókeypis. Nemendur í háskóla fá áfram styrk og líka námslán, mjög góð námslán, þau miðast við raunverulegan kostnað á framfærslu. Þetta er það sem ég vil sjá Samfylkinguna koma á fót hérlendis.
Hér á landi er mjög erfitt fyrir unglinga að fara í framhaldsskóla ef foreldrar standa illa. Ef unglingarnir treysta sér ekki til að vinna með skóla þá eiga þau ekki sjéns. Það er ekki jafnrétti til náms á Íslandi. Því miður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Facebook
Athugasemdir
hæ bara að kíkja inn, og kvitta. Stjórnamála menn upp til hópa segja ekki satt, ölu jafna, þ.a.s. nema hún Jóhanna S. Hún er æði.
Linda, 5.5.2007 kl. 20:23
Nei því miður..
Hommalega Kvennagullið, 5.5.2007 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.