5.5.2007 | 16:20
Jafnrétti til náms á Íslandi?
Afhverju sagði Þorgerður Katrín í sjónvarpinu í dag, að það væri hvergi meira jafnrétti til náms eins og á Íslandi. Þetta er ekki satt hjá henni. Það er meira jafnrétti til náms t.d. i Danmörku. Þar fá allir sem eru í menntaskóla og háskóla styrk að upphæð 4 þús kr. dönskum á mánuði. Bækur fyrir nemendur í framhaldsskóla eru ókeypis. Nemendur í háskóla fá áfram styrk og líka námslán, mjög góð námslán, þau miðast við raunverulegan kostnað á framfærslu. Þetta er það sem ég vil sjá Samfylkinguna koma á fót hérlendis.
Hér á landi er mjög erfitt fyrir unglinga að fara í framhaldsskóla ef foreldrar standa illa. Ef unglingarnir treysta sér ekki til að vinna með skóla þá eiga þau ekki sjéns. Það er ekki jafnrétti til náms á Íslandi. Því miður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Facebook
Athugasemdir
Linda, 5.5.2007 kl. 20:23
Nei því miður..
Hommalega Kvennagullið, 5.5.2007 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.