13.5.2007 | 18:20
Hægra brölti Framsóknarflokksins hafnað.
Niðurstaða kosninganna er augljóslega sú að hægra brölti Framsóknarflokksins er hafnað á eftirminnilegan hátt. Greinilegt er að þjóðin vill vinstri stjórn undir forystu Samfylkingarinnar. Eini alvöru kosturinn í þessari stöðu er að mynda R-lista stjórn undir forystu Samfylkingarinnar. Með þeim hætti kæmi vilji þjóðarinnar vel fram auk þess sem það er eini möguleikinn fyrir Framsóknarflokkinn að ná sér aftur á strik og hefja málefnabaráttu í anda gamla Framsóknarflokksins eins og hann var í tíð Steingríms Hermannsonar og Eysteins Jónssonar. Þessi stjórn myndi hafa á bak við sig 34 þingmenn og u.þ.b. 55%
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér með framsókn en hvernig var það - töpuðu þeir ekki fylgi ásamt samfylkingunni til sjálfstæðismanna og þó aðallega vinstri grænna þannig að spurning hverja þjóðin vill í stjórn???
olga stefánsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 20:34
áfram samfó.!!
Linda, 14.5.2007 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.