17.5.2007 | 12:14
Efnahagsstjónin gengur ekki upp.
Aðalatvinnustaður Flateyrar, Kambur, ætlar að selja kvóta sinn og skip. Við það missa 120 manns atvinnu sína. Skýringin er sú að vaxtastig og vaxtastefna Seðlabankans er röng. Einar Oddur, einn harðasti sjálfstæðismaður landsins heldur þessu a.m.k. fram í Mbl. í dag og er búinn að vara sína menn við lengi. Hann sagði að öll útgerð, og fiskvinnsla á strandlengjunni umhverfis landið legðist af. Engin hlustaði, sagði hann. Hann kaus samt að styðja sinn flokk. Efnhagsstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur leitt af sér verðbólgu, þenslu og háa vexti auk þess sem hann stendur fyrir óbreyttu kvótakerfi. Er þetta ekki merkilegt? Sjálfstæðismenn standa með sínum flokki út yfir gröf og dauða.
Við sölu á kvótanum verða eigendur fyrirtækisins milljarðamæringar en starfsfólkið, fjölskyldurnar á Flateyri fara á atvinnuleysisbætur. Það hljóta allir að sjá að þessi efnahagsstjórn gengur alls ekki upp og er með ólíkindum að nokkur skynsamur maður skuli styðja þessa efnahagsstjórn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.