1.6.2007 | 09:10
Þau voru prúðbúin og virðuleg
við setningu Alþingis í gær. Mjög góð tilbreyting að nýtt fólk skuli vera þar á bæ. Maður tók út við að horfa á Davíð og Halldór þar, endalaust ár eftir ár. Var gjörsamlega búin að fá nóg. Ingibjörg og Geir sátu hlið við hlið bestu vinir, voru voðalega málefnaleg í ræðum sínum og ábyrgðarfull. Guðni og Steingrímur J. voru að springa af andagift eins og vant er og eyddu mestu af tíma sínum við að skjóta eitruðum pílum að Ingibjörgu og Geir. Ef um keppni hefði verið á milli þeirra um eitraðar pílur gæfi ég Guðna vinninginn. Sagði að Ingibjörg væri ráðrík og Geir meinlaus og var greinilega að reyna að skapa tortryggni milli þeirra. Guðni var annars alltaf svo góðlegur fannst mér, talaði um blóm í haga og kýr á beit. Maður sá alltaf fyrir sér sveitina og heyrði fuglasöng þegar hann talaði. Vona að hann sé ekki hættur að vera svoleiðis.En svo maður snúi sér að öðru. Ég ætla sannarlega að njóta þess að fara kaffihúsin sem ég og margir sem ég þekki hafa sniðgengið vegna reykinganna þar. Ætla að bjóða eiginmanninum á Grandakaffi um helgina, fá mér pönnukökur og kaffi og njóta útsýnisins yfir höfnina. Vona að það sé opið um helgina, hef ekki farið þangað lengi. Kormákur og Skjöldur halda að ,,selskapsreykingafólkið" hætti að koma á öldurhúsin. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur. Það fólk heldur áfram að mæta en þeir munu ekki nenna að standa úti og reykja. þeir hætta bara.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.