Óþægileg framhaldsmynd.

Stöð 2.sýndi,í gær og í kvöld ömurlega bíómynd sem fjallaði um mansal.  Það þarf varla að taka það fram að ofbeldið sem framið var, var einkum gegn ungum stúlkum og börnum sem var rænt og svipt frelsi svo hægt væri að uppfylla kröfur markaðarins um kynlífsþræla. Aðferðirnar sem notaðaðar voru til að brjóta stúlkurnar niður voru sýnd vel og rækilega. Myndin var ekki bönnuð og ekki merkt ,,gul eða rauð´´ í gærkvöldi þrátt fyrir að ofbeldið hafi verið með því ógeðslegasta sem ég hef séð, mjög raunverulegt og oft endurtekið.

Eftir á að hyggja hafði ég gott af því að vera minnt á að þennan hrylling.  Það er bara svo þægilegt að hlífa sjálfri sér og líta undan. Eitt er víst að hafi ég verið á móti svokölluðum súludansstöðum eða einhverju öðru sem hefur snertifleti við vændi er ég enn harðari andstæðingur núna.  Þeir sem kaupa vændi eru að styðja glæpinn og þær sem vinna  nálægt þessum ,,bransa’’ velja það ekki nema vegna fátæktar. Hana þarf að uppræta. 

Talið er að 800 þúsund manns eru seld mansali árlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband