18.6.2007 | 10:17
Vitað mál.
Niðurstöður rannsóknar Jórunnar Írisar í lokaverkefni hennar til B.S. gráðu, sýndu að vísar að innflytjendhverfi eru að myndast og koma það ekki á óvart. Það sést berum augum að útlendingar, margir hverjir, búa í ódýrum hverfum. Spurningin er hvort yfirvöld ætli að notfæra sér þessar staðfestu upplýsingar og gera eitthvað í málunum eða sigla sofandi að feigðarósi. Eiríkur Bergmann fræðimaður, hefur skoðað þessi mál vel og bent á úrræði. Nú er tilvalið að nýta sér þekkingu hans og byrja að framkvæma.
Vísar að innflytjendahverfum að myndast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er einhver raunveruleg lausn? Þetta hefur skeð út um allan heim, hvað getum við get sem er betra og öðruvísi enn Danir, Svíar og aðrir hafa reynt? Til eru þeir sem reyna að aðlagast samfélaginu, þetta ágæta fólk á heima út um allt og er ekki að sækjast eftir að búa þar sem 10 af sama kynþætti búa. Enn svo eru það aðrir sem vilja einfaldlega ekki aðlagast og þar koma vandamálin upp. Ljótt er það, enn svona er þetta bara. Fellinn er einn staður þar sem þetta er allt á leiðinni í gettó.
Kannski við ættum bara að setja kvóta á útlendinga og hvar þeir mega búa og hvað það mega vera margir á svo mörgum fermetrum o.s.fv. ég er með smá kaldhæðni hér ekki taka of alvarlega
Linda, 22.6.2007 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.